Sveitahótel Ólafs Laufdals með toppeinkunn - neita að gefast upp Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2013 21:13 Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira