Lífið

Hlý og falleg stemning var á Austurvelli

Ellý Ármanns skrifar
Ljósmyndir/Jón Ágúst Guðjónsson.
Hlý og falleg stemning var á Austurvelli í gær á hátíðinni Kærleikar eins og sjá má á myndunum sem Jón Ágúst Guðjónsson tók. Það var Bergljót Arnalds listakona sem stóð fyrir þessu lokaatriði Vetrarhátíðar.

Vilborg Arna pólfari og Anna Bentína frá Stigamótum sögðu nokkur orð um kærleikann. Alda Brynja sá um andlitsmálun fyrir börn og svo stýrði Ásta Valdimarsdóttir hláturjóga. Það var mikið hlegið fyrir fram Alþingishúsið.

Ástareldar voru kveiktir með kyndlum, eldgleypar spúðu eldi, Eyþór Ingi söng lagið Ég á líf af sinni alkunnu snilld. Leikhópurinn Perlan lék listir sínar og fjöldi fólks mætti á staðinn þrátt fyrir rigningu.

Kórinn Vocal project söng við trumbuslátt og Lúðrasveitin Svanurinn lék fyrir kærleiksgöngu. Í gönguna mættu Sóla sögukona, Sönglistarnemar og nokkrir englar. Í lokin enduðu svo allir á því að fá sér heitt kakó við Iðnó.

Eurovisionfararnir Örlygur Smári, Eyþór Ingi og Pétur.
Vilborg Arna og Bergljót Arnalds.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.