„Áróður samkynhneigðra“ verði bannaður Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. febrúar 2013 12:44 Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent