Litli karlinn Magnús Halldórsson skrifar 21. febrúar 2013 18:30 Jón Ásgeir Jóhannesson var á dögunum, skömmu eftir að hann var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum umboðssvikum í svokölluðu Aurum-máli, gerður að yfirmanni þróunarverkefna hjá 365, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Fréttablaðið, ásamt mörgu fleiru. Jón Ásgeir stendur í ströngu, en hann er til rannsóknar í fleiri málum en hann hefur verið ákærður fyrir nú þegar, hjá embætti sérstaks saksóknara. Má þar nefna hið svokallaða Williams-mál, sem slitastjórn Glitnis kærði til sérstaks saksóknara í janúar sl., en þar er uppi grunur um stórfelld umboðssvik. Í ofanálag er Jón Ásgeir á skilorði, eftir að hafa verið dæmdur til þess að greiða ríkissjóði ríflega 62 milljónir, en hann var fundinn sekur um að brjóta gegn löggjöf um skatta í Hæstarétti. Vonandi skila þeir peningar sér fljótt og vel á leiðarenda, ekki veitir af. Þá eru fleiri mál einnig í farvatninu og rekin fyrir dómstólum, sem beinast að honum. Meðal annars riftunarmál í þrotabúum félaga sem Jón Ásgeir átti eða tengdist fyrir hrun fjármálakerfisins haustið 2008. Þrotabú allra bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og endurreistu bankarnir þrír, Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn, hafa allir deilt við Jón Ásgeir og félög er hann tengdist sem beinn og óbeinn eigandi, um stór mál, risafjárhæðir oft á tíðum. Nærtækast er að nefna deilurnar um Haga, en þær enduðu með því að Arion banki leysti fyrirtækið til sín og seldi með skráningu á markað – reyndar eftir að hafa gefið nokkrum vinum Jóns Ásgeirs og samstarfsmönnum hans til margra ára bréf í félaginu. Óverulegan hluta þó. Þá hafa aðrar lánastofnanir, m.a. sparisjóðir, deilt á þrotabú félaga sem tengdust Jóni Ásgeiri vegna vanefnda, þ.e. að félög hafi ekki borgað skuldirnar sínar á réttum tíma eða bara alls ekki. Stundum finnst mér eins og það séu bara tvær lánastofnanir sem ekki eigi kröfu á Jón Ásgeir og félög er honum tengjast; Byggðastofnun og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN). Hugsanlega má þó finna fleiri lánastofnanir sem ekki eiga á hann eða félög hans kröfu. Aðkoma Jóns Ásgeirs að rekstri 365 hefur margsinnis leitt til þess að trúverðugleiki blaðamanna sem vinna hjá fyrirtækinu hefur verið dreginn í efa, og raunar að þeim vegið oft á tíðum í opinberri umræðu. Þetta er skiljanlegt, en oftast nær órökstutt þó. Rótin að þessari umræðu er Jón Ásgeir sjálfur og málefni er honum tengjast. Það sem mér finnst um það, að hann sé að fá eins konar upphefð í skipuriti 365 ofan í þessi fordæmalausu málaferli sem að honum tengjast, ýmist gegn honum persónulega eða á vegum þrotabúa félaga sem hann stýrði eða átti fyrir hrun, er eftirfarandi: Þetta er virðingarleysi fyrir því sem öllu skiptir í fjölmiðlavinnu, trúverðugleika ritstjórnanna. Fjölmiðlar eru ekki eins og margur annar geiri þegar að þessu kemur. Það væri auðvelt að gera gagn fyrir fyrirtækið, og starfsmenn þess, með því að taka ákvörðun um að Jón Ásgeir komi ekki nálægt störfum fyrir fyrirtækið á meðan óvissu er eytt fyrir dómstólum um hvort hann sé stórfelldur hvítflibba-glæpamaður eða ekki. Það er ekkert lítið mál. Sú óvissa er sannarlega fyrir hendi, samkvæmt ákæru og rannsóknum sem eru í gangi, og hún er óþægileg fyrir trúverðugleika fréttaþjónustu sem blaðamenn sinna, núna á sögulegum tímum, þegar uppgjör atburðanna fordæmalausu haustið 2008 – og á árunum á undan – stendur sem hæst. Hún er samt verst fyrir lesendur, hlustendur og áhorfendur. Þeir efast um heiðarleika fréttaþjónustunnar vegna Jóns Ásgeirs og tengsla hans við eignarhaldið, margir hverjir. Það versta er að Jón Ásgeir hefur í nokkur skipti að undanförnu, reynt með ósmekklegum hætti, að því er mér finnst, að setja þrýsting á blaðamenn með því að koma umkvörtunum, vegna sannra og löglegra frétta um hann, félög sem hann tengist og dómsmál er hann tengist persónulega, til stjórnar fyrirtækisins og æðstu stjórnenda. Svo virðist sem Jóni Ásgeiri finnist þetta eðlilegt, þar sem þetta hefur ítrekað gerst, en í ljósi þess að hann er nátengdur eignarhaldi fyrirtækisins, sem eiginkona hans er skráð fyrir sem stærsti eigandi og jafnframt stjórnarformaður, þá ætti hann að hugsa sig tvisvar um áður en þetta er gert. Hann má þetta, kannski í hans huga af því að hann eða hans kona á þetta, en það er ekki þar með sagt að þetta sé góð venja, heiðarlegt eða viðeigandi. Síður en svo. Mér finnst þetta ósmekkleg leið til umkvörtunar sem erfitt er að átta sig á hvað á að þýða. Stjórn 365 hefur ekkert með ritstjórnarvinnu fyrirtækisins að gera, og á ekki að hafa nein áhrif á þá vinnu, samkvæmt prinsippum blaðamennskunar og grundvallarhugmyndinni um sjálfstæði ritstjórna. Ekki undir neinum kringumstæðum, jafnvel þó stjórn 365 sé æðsta vald fyrirtækisins sem rekur ritstjórnarvinnuna ásamt annarri starfsemi. Umkvartanir þeirra sem eru til umfjöllunar eru fullkomlega eðlilegar og hluti af starfi blaðamanna að ræða þær og taka tillit til þeirra eftir atvikum. Eigendur 365 eru þar engin undantekning. Þeir mega kvarta eins og aðrir. Blaðamenn og ritstjórnir ráða því hvernig fjallað er um mál, svo lengi sem umfjöllunin er sönn og lögleg. Þetta á Jón Ásgeir að virða alveg eins og allir aðrir. Umkvartanir til stjórnar fyrirtækisins, lögmanna og stjórnenda, sem koma ritstjórnunum ekkert við, vegna sannra og löglegra frétta blaðamanna um hann, eru honum til minnkunar. Sumir myndu segja að hann væri lítill karl að beita svona aðferðum. Kannski er hann hræddur við eitthvað, það er ekki gott að segja til um það. Að þessu sögðu, þá má geta þess, að það síðasta sem ég myndi gera er að láta undan þrýstingi sem Jón Ásgeir reynir að skapa með þessum fráleitu umkvörtunaraðferðum. Ég er viss um að það eigi við um alla blaðamenn fyrirtækisins. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Fréttablaðið, hafa ítrekað sagt fyrstu fréttir af þessum málum þar sem hann er til rannsóknar við litla hrifningu hans, oft á tíðum. Það hafa verið sanngjarnar og vel unnar fréttir, vitaskuld sannar og löglegar. Sérstaklega hefur hann verið viðkvæmur fyrir fréttum af málum þar sem hann mun mögulega, eða hefur þurft, að svara fyrir sakir frammi fyrir dómara. Það er kannski betra fyrir Jón Ásgeir og stjórn 365 að vita það, að þessi mál öll er tengjast Jóni Ásgeiri og ekki síst umkvörtunum hans til stjórnar og lögmanna, sem beinast gegn einstaka blaðamönnum, eru rædd hér innanhúss í fullri alvöru og af engri léttúð. Það er líka eðlilegt að þetta sé til umræðu út á við, vegna þess að þangað sækja blaðamenn umboð sitt í reynd, til almennings. Þeir vinna fyrir almenning á kostnað einhvers. Auk þess falla þessi atriði ekki undir trúnaðarsamskipti ritstjórna við heimildarmenn vegna vinnu blaðamanna, sem að sjálfsögðu má ekki ræða út á við, samanber lög um fjölmiðla og prinsipp blaðamennskunnar. Heimildarmenn eiga að vera varðir og sjálfstæði ritstjórna skilyrðislaust. Umræðan um trúverðugleikann fer fram út á við og heiðarleg samskipti við lesendur, hlustendur og áhorfendur er það eina sem byggir hann upp. Það róar kannski einhverja að vita af því að blaðamenn taki þessum umkvörtunaraðferðum Jóns Ásgeirs eins og hverju öðru pípi sem algjörlega óþarft er að óttast, hvað fréttaþjónustuna og blaðamennskuna varðar. En það er ástæðulaust, og líka ábyrgðarhluti, að þegja yfir þeim, vegna þess hve fráleitar þær eru og óheiðarlegar, að mínu mati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Jón Ásgeir Jóhannesson var á dögunum, skömmu eftir að hann var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum umboðssvikum í svokölluðu Aurum-máli, gerður að yfirmanni þróunarverkefna hjá 365, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Fréttablaðið, ásamt mörgu fleiru. Jón Ásgeir stendur í ströngu, en hann er til rannsóknar í fleiri málum en hann hefur verið ákærður fyrir nú þegar, hjá embætti sérstaks saksóknara. Má þar nefna hið svokallaða Williams-mál, sem slitastjórn Glitnis kærði til sérstaks saksóknara í janúar sl., en þar er uppi grunur um stórfelld umboðssvik. Í ofanálag er Jón Ásgeir á skilorði, eftir að hafa verið dæmdur til þess að greiða ríkissjóði ríflega 62 milljónir, en hann var fundinn sekur um að brjóta gegn löggjöf um skatta í Hæstarétti. Vonandi skila þeir peningar sér fljótt og vel á leiðarenda, ekki veitir af. Þá eru fleiri mál einnig í farvatninu og rekin fyrir dómstólum, sem beinast að honum. Meðal annars riftunarmál í þrotabúum félaga sem Jón Ásgeir átti eða tengdist fyrir hrun fjármálakerfisins haustið 2008. Þrotabú allra bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og endurreistu bankarnir þrír, Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn, hafa allir deilt við Jón Ásgeir og félög er hann tengdist sem beinn og óbeinn eigandi, um stór mál, risafjárhæðir oft á tíðum. Nærtækast er að nefna deilurnar um Haga, en þær enduðu með því að Arion banki leysti fyrirtækið til sín og seldi með skráningu á markað – reyndar eftir að hafa gefið nokkrum vinum Jóns Ásgeirs og samstarfsmönnum hans til margra ára bréf í félaginu. Óverulegan hluta þó. Þá hafa aðrar lánastofnanir, m.a. sparisjóðir, deilt á þrotabú félaga sem tengdust Jóni Ásgeiri vegna vanefnda, þ.e. að félög hafi ekki borgað skuldirnar sínar á réttum tíma eða bara alls ekki. Stundum finnst mér eins og það séu bara tvær lánastofnanir sem ekki eigi kröfu á Jón Ásgeir og félög er honum tengjast; Byggðastofnun og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN). Hugsanlega má þó finna fleiri lánastofnanir sem ekki eiga á hann eða félög hans kröfu. Aðkoma Jóns Ásgeirs að rekstri 365 hefur margsinnis leitt til þess að trúverðugleiki blaðamanna sem vinna hjá fyrirtækinu hefur verið dreginn í efa, og raunar að þeim vegið oft á tíðum í opinberri umræðu. Þetta er skiljanlegt, en oftast nær órökstutt þó. Rótin að þessari umræðu er Jón Ásgeir sjálfur og málefni er honum tengjast. Það sem mér finnst um það, að hann sé að fá eins konar upphefð í skipuriti 365 ofan í þessi fordæmalausu málaferli sem að honum tengjast, ýmist gegn honum persónulega eða á vegum þrotabúa félaga sem hann stýrði eða átti fyrir hrun, er eftirfarandi: Þetta er virðingarleysi fyrir því sem öllu skiptir í fjölmiðlavinnu, trúverðugleika ritstjórnanna. Fjölmiðlar eru ekki eins og margur annar geiri þegar að þessu kemur. Það væri auðvelt að gera gagn fyrir fyrirtækið, og starfsmenn þess, með því að taka ákvörðun um að Jón Ásgeir komi ekki nálægt störfum fyrir fyrirtækið á meðan óvissu er eytt fyrir dómstólum um hvort hann sé stórfelldur hvítflibba-glæpamaður eða ekki. Það er ekkert lítið mál. Sú óvissa er sannarlega fyrir hendi, samkvæmt ákæru og rannsóknum sem eru í gangi, og hún er óþægileg fyrir trúverðugleika fréttaþjónustu sem blaðamenn sinna, núna á sögulegum tímum, þegar uppgjör atburðanna fordæmalausu haustið 2008 – og á árunum á undan – stendur sem hæst. Hún er samt verst fyrir lesendur, hlustendur og áhorfendur. Þeir efast um heiðarleika fréttaþjónustunnar vegna Jóns Ásgeirs og tengsla hans við eignarhaldið, margir hverjir. Það versta er að Jón Ásgeir hefur í nokkur skipti að undanförnu, reynt með ósmekklegum hætti, að því er mér finnst, að setja þrýsting á blaðamenn með því að koma umkvörtunum, vegna sannra og löglegra frétta um hann, félög sem hann tengist og dómsmál er hann tengist persónulega, til stjórnar fyrirtækisins og æðstu stjórnenda. Svo virðist sem Jóni Ásgeiri finnist þetta eðlilegt, þar sem þetta hefur ítrekað gerst, en í ljósi þess að hann er nátengdur eignarhaldi fyrirtækisins, sem eiginkona hans er skráð fyrir sem stærsti eigandi og jafnframt stjórnarformaður, þá ætti hann að hugsa sig tvisvar um áður en þetta er gert. Hann má þetta, kannski í hans huga af því að hann eða hans kona á þetta, en það er ekki þar með sagt að þetta sé góð venja, heiðarlegt eða viðeigandi. Síður en svo. Mér finnst þetta ósmekkleg leið til umkvörtunar sem erfitt er að átta sig á hvað á að þýða. Stjórn 365 hefur ekkert með ritstjórnarvinnu fyrirtækisins að gera, og á ekki að hafa nein áhrif á þá vinnu, samkvæmt prinsippum blaðamennskunar og grundvallarhugmyndinni um sjálfstæði ritstjórna. Ekki undir neinum kringumstæðum, jafnvel þó stjórn 365 sé æðsta vald fyrirtækisins sem rekur ritstjórnarvinnuna ásamt annarri starfsemi. Umkvartanir þeirra sem eru til umfjöllunar eru fullkomlega eðlilegar og hluti af starfi blaðamanna að ræða þær og taka tillit til þeirra eftir atvikum. Eigendur 365 eru þar engin undantekning. Þeir mega kvarta eins og aðrir. Blaðamenn og ritstjórnir ráða því hvernig fjallað er um mál, svo lengi sem umfjöllunin er sönn og lögleg. Þetta á Jón Ásgeir að virða alveg eins og allir aðrir. Umkvartanir til stjórnar fyrirtækisins, lögmanna og stjórnenda, sem koma ritstjórnunum ekkert við, vegna sannra og löglegra frétta blaðamanna um hann, eru honum til minnkunar. Sumir myndu segja að hann væri lítill karl að beita svona aðferðum. Kannski er hann hræddur við eitthvað, það er ekki gott að segja til um það. Að þessu sögðu, þá má geta þess, að það síðasta sem ég myndi gera er að láta undan þrýstingi sem Jón Ásgeir reynir að skapa með þessum fráleitu umkvörtunaraðferðum. Ég er viss um að það eigi við um alla blaðamenn fyrirtækisins. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Fréttablaðið, hafa ítrekað sagt fyrstu fréttir af þessum málum þar sem hann er til rannsóknar við litla hrifningu hans, oft á tíðum. Það hafa verið sanngjarnar og vel unnar fréttir, vitaskuld sannar og löglegar. Sérstaklega hefur hann verið viðkvæmur fyrir fréttum af málum þar sem hann mun mögulega, eða hefur þurft, að svara fyrir sakir frammi fyrir dómara. Það er kannski betra fyrir Jón Ásgeir og stjórn 365 að vita það, að þessi mál öll er tengjast Jóni Ásgeiri og ekki síst umkvörtunum hans til stjórnar og lögmanna, sem beinast gegn einstaka blaðamönnum, eru rædd hér innanhúss í fullri alvöru og af engri léttúð. Það er líka eðlilegt að þetta sé til umræðu út á við, vegna þess að þangað sækja blaðamenn umboð sitt í reynd, til almennings. Þeir vinna fyrir almenning á kostnað einhvers. Auk þess falla þessi atriði ekki undir trúnaðarsamskipti ritstjórna við heimildarmenn vegna vinnu blaðamanna, sem að sjálfsögðu má ekki ræða út á við, samanber lög um fjölmiðla og prinsipp blaðamennskunnar. Heimildarmenn eiga að vera varðir og sjálfstæði ritstjórna skilyrðislaust. Umræðan um trúverðugleikann fer fram út á við og heiðarleg samskipti við lesendur, hlustendur og áhorfendur er það eina sem byggir hann upp. Það róar kannski einhverja að vita af því að blaðamenn taki þessum umkvörtunaraðferðum Jóns Ásgeirs eins og hverju öðru pípi sem algjörlega óþarft er að óttast, hvað fréttaþjónustuna og blaðamennskuna varðar. En það er ástæðulaust, og líka ábyrgðarhluti, að þegja yfir þeim, vegna þess hve fráleitar þær eru og óheiðarlegar, að mínu mati.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun