Íslenskur myndaþáttur frumsýndur á frægum tískumiðli
Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Myndaþáttur sem tekin var af íslenska ljósmyndaranum Herði Ingasyni í tilefni af RFF var frumsýndur á tískusíðunni NowFashion á sunnudagskvöldið. Hörður hefur verið að gera það gott í Danmörku upp á síðkastið og myndað fyrir tískutímarit á borð við Cover, Elle og Euroman. Um stílieringu og listræna stjórnum sá Ellen Loftsdóttir, en hún er einnig búsett og starfandi í Kaupmannahöfn þessa dagana.
Hörður og Ellen komu sérstaklega til landsins í síðustu viku til að vinna að myndaþættinum, en í honum tóku þau eitt til tvö heildarlúkk frá hverjum hönnuði sem tók þátt í RFF þetta árið. Um förðun sá Guðbjörg Huldís og Tóta Jóhannesdóttir um hár. Magdalena Leifsdóttir og Rafn Ingi frá Elite sátu fyrir ásamt Veru Hilmarsdóttur og Elmari Johnson frá Eskimo.