Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 23-22 Benedikt Grétarsson skrifar 14. mars 2013 13:14 Mynd/Vilhelm Afturelding henti Valsmönnum aftur í botnsæti N1-deildar karla er liðið vann frábæran eins marks sigur á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR. Afturelding er með stigi meira en Valur þegar tvær umferðir eru eftir. Leikurinn hafði mikla þýðingu fyrir Aftureldingu, sem þurfti nauðsynlega að ná í stig í botnbaráttu deildarinnar og heimamenn mættu gríðarlega grimmir til leiks. Vörn þeirra vann mikla og góða vinnu og Davíð Svansson hélt áfram að vera traustur í markinu. Pilturinn sá hefur spilað prýðilega í vetur og verður ekki sakaður um dapurt gegni Mosfellinga í deildinni. Jafnt var á öllum tölum fram eftir hálfleiknum og nýkrýndir bikarmeistararnir voru ekki með sýnilegt ryð eftir frábæran sigur sinn í Símabikarnum á sunnudaginn. Breiðhyltingar komust í 2-3 en þá kom magnaður kafli hjá Aftureldingu, sem skoraði 6-1 á næstu 8 mínútum. Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé og það virtist heldur betur kveikja í hans mönnum. ÍR skoraði 3 mörk í röð og þá var komið að Konráð Olavssyni, þjálfara Aftureldingar, að taka leikhlé. Aftur svínvirkaði leikhléið og heimamenn settu fótinn á bensíngjöfina á nýjan leik. Afturelding skoraði fjögur mörk gegn einu á lokakafla fyrri hálfleiks og leiddi 12-8 í leikhléi. Afturelding hafði áfram undirtökin í byrjun síðari hálfleiks og héldu gestunum í þægilegri fjarlægð. ÍR byrjaði að klippa Jóhann Jóhannson út úr sóknarleik Aftureldingar og mikið hik kom á heimamenn við þær aðgerðir. Breiðhyltingar söxuðu jafnt og þétt á forystu Aftureldingar og jöfnuðu metin, 18-18, þegar um 11 mínútur voru til leiksloka. Gamli refurinn, Hilmar Stefánsson, dró vagninn fyrir Mosfellinga síðustu mínútur leiksins en þá skoraði þessi snaggaralegi leikmaður fjögur mörk í röð. Svo virtist sem hornamaðurinn Benedikt Kristinsson hefði tryggt Aftureldingu sigurinn þegar hann skoraði laglegt mark og kom heimamönnum í 23-20 þegar aðeins um 2 mínútur voru eftir af leiknum. Í hönd fór þá æsilegur lokakafli, þar sem ÍR-ingar sýndu mikla baráttu og komu sér inn í leikinn aftur. Ólafur Sigurgeirsson skoraði fyrir ÍR og í næstu sókn töpuðu heimamenn boltanum klaufalega. Fyrrnefndur Ólafur krækti í frekar ódýrt víti 40 sekúndum fyrir leikslok sem Sturla Ásgeirsson nýtti örugglega. Heimamenn voru því með boltann þegar um hálf mínúta var eftir en klúðruðu honum aftur í hendur ÍR-inga. Breiðhyltingar freistuðu þess að jafna leikinn en flottur varnarleikur Benedikts Kristinssonar varð til þess að tíminn rann úr greipum ÍR. Jóhann Jóhannsson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins, þegar hann sló Ingimund í andlitið, þegar Ingimundur var að reyna að koma sér í skotfæri. Gríðarlega mikilvægur sigur Aftureldingar í höfn, ekki síst þar sem Valsmenn unnu góðan útisigur á heillum horfnum Akureyringum. Barátta Mosfellinga var til fyrirmyndar og það herbragð að taka Björgvin Hólmgeirsson úr umferð allan leikinn, heppnaðist fullkomlega. ÍR spilaði leikinn frekar illa og gerðu sig seka um byrjendamistök. Ekki bætti úr sök að markvarslan var afar döpur hjá liðinu.Konráð: Vitleysa að taka Björgvin úr umferð eftir 10 mörk Konráð Olavsson fagnaði sínum fyrsta sigri sem þjálfari Aftureldingar og var að vonum sáttur við frammistöðu sinna manna og ekki síður við góðan stuðning úr pöllunum. „Þetta var sætt og við vildum gefa allt okkar í þennan leik og uppskárum eftir því. Lukkan var með okkur á lokakaflanum og það var alveg kominn tími á það.“ „Karakterinn í hópnum er mikill og við erum að fá virkilega gott framlag frá ungum leikmönnum sem eru ennþá í öðrum og þriðja flokk. Það eru nánast allir í liðinu á annarri löppinni vegna meiðsla en fórna sér heilshugar í verkefnið og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með slíkt,“ sagði Konráð. Konráð sér lokaleik deildarinnar gegn Valsmönnum sem úrslitaleik og lítur björtum augum á framhaldið. „Við reynum auðvitað að taka öll stig á leiðinni í þann leik og þetta er í okkar höndum. Það verður gífurlega erfitt að spila í næsta leik gegn Akureyri, þeir eru búnir að vera að tapa undanfarið og mæta eflaust brjálaðir í þann leik.“ Þjálfarinn var alveg með á hreinu hvernig best er að glíma við stórskyttuna Björgvin Hólmgeirsson en Björgvin hefur gert Aftureldingu skráveifur í vetur. „Það er algjör óþarfi að bíða eftir því að hann setji 10 mörk á þig og fara þá að taka hann úr umferð. Langbest að gera það bara frá byrjun leiks,“ sagði Konráð léttur að lokum.Bjarki: Þeir lömdu okkur sundur og saman „Varnarleikurinn var eins og gatasigti og sóknarleikurinn var bara algjört afhroð,“ sagði brúnaþungur Bjarki Sigurðsson eftir leik. „Við erum bara í einhverju einstaklingsframtaki og við eigum auðvitað að geta leyst það þegar Bjöggi er tekinn úr umferð. Við ætluðum okkur sigur hér í dag til að tryggja okkur endanlega inn í úrslitakeppina en það var bara ekki að ganga upp.“ Afturelding spilaði varnarleikinn af mikilli ákefð og Bjarki segir sína menn hafa koðnað niður við hörkuna í stað þess að bregðast við eins og karlmenni. „Þeir bara lemja okkur sundur og saman og við sáum ekki til sólar. Svo er þetta rauða spjald frekar klaufalegt hjá þeirra leikmanni, þar sem Ingimundur var langt fyrir utan teig og ekki í neinni aðstöðu til að skjóta á markið.“ Bjarki vill ekki meina að hans menn hafi verið ryðgaðir eftir fagnaðarlæti helgarinnar. „Þó svo að menn vinni bikarinn um helgina, eiga þeir að kunna að haga sér skikkanlega. Við vissum að Afturelding myndi berjast og ef menn eru eitthvað ryðgaðir, þá er það bara vegna þess að menn eru værukærir og halda að þetta komi af sjálfu sér.“Davíð: Fljótur niður á jörðina eftir leik „Ótrúlegur liðsandi og geðveik barátta,“ var það fyrsta sem Davíð Svansson, sagði eftir sigur sinna manna. „Baráttan er svo sem alltaf til staðar en oft hefur hún bara dugað í 40-50 mínútur. Núna var þetta allan leikinn og það var hrikalega sætt að klára þetta.“ Davíð var feginn að hafa ekki vitað úrslitin á Akureyri fyrr en eftir leik. „Sem betur fer vissi ég ekki hvernig sá leikur endaði, það hefði verið hrikalega stressandi. Svo fær maður úrslitin í andlitið eftir leik og er ansi fljótur niður á jörðina,“ sagði Davíð að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Afturelding henti Valsmönnum aftur í botnsæti N1-deildar karla er liðið vann frábæran eins marks sigur á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR. Afturelding er með stigi meira en Valur þegar tvær umferðir eru eftir. Leikurinn hafði mikla þýðingu fyrir Aftureldingu, sem þurfti nauðsynlega að ná í stig í botnbaráttu deildarinnar og heimamenn mættu gríðarlega grimmir til leiks. Vörn þeirra vann mikla og góða vinnu og Davíð Svansson hélt áfram að vera traustur í markinu. Pilturinn sá hefur spilað prýðilega í vetur og verður ekki sakaður um dapurt gegni Mosfellinga í deildinni. Jafnt var á öllum tölum fram eftir hálfleiknum og nýkrýndir bikarmeistararnir voru ekki með sýnilegt ryð eftir frábæran sigur sinn í Símabikarnum á sunnudaginn. Breiðhyltingar komust í 2-3 en þá kom magnaður kafli hjá Aftureldingu, sem skoraði 6-1 á næstu 8 mínútum. Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé og það virtist heldur betur kveikja í hans mönnum. ÍR skoraði 3 mörk í röð og þá var komið að Konráð Olavssyni, þjálfara Aftureldingar, að taka leikhlé. Aftur svínvirkaði leikhléið og heimamenn settu fótinn á bensíngjöfina á nýjan leik. Afturelding skoraði fjögur mörk gegn einu á lokakafla fyrri hálfleiks og leiddi 12-8 í leikhléi. Afturelding hafði áfram undirtökin í byrjun síðari hálfleiks og héldu gestunum í þægilegri fjarlægð. ÍR byrjaði að klippa Jóhann Jóhannson út úr sóknarleik Aftureldingar og mikið hik kom á heimamenn við þær aðgerðir. Breiðhyltingar söxuðu jafnt og þétt á forystu Aftureldingar og jöfnuðu metin, 18-18, þegar um 11 mínútur voru til leiksloka. Gamli refurinn, Hilmar Stefánsson, dró vagninn fyrir Mosfellinga síðustu mínútur leiksins en þá skoraði þessi snaggaralegi leikmaður fjögur mörk í röð. Svo virtist sem hornamaðurinn Benedikt Kristinsson hefði tryggt Aftureldingu sigurinn þegar hann skoraði laglegt mark og kom heimamönnum í 23-20 þegar aðeins um 2 mínútur voru eftir af leiknum. Í hönd fór þá æsilegur lokakafli, þar sem ÍR-ingar sýndu mikla baráttu og komu sér inn í leikinn aftur. Ólafur Sigurgeirsson skoraði fyrir ÍR og í næstu sókn töpuðu heimamenn boltanum klaufalega. Fyrrnefndur Ólafur krækti í frekar ódýrt víti 40 sekúndum fyrir leikslok sem Sturla Ásgeirsson nýtti örugglega. Heimamenn voru því með boltann þegar um hálf mínúta var eftir en klúðruðu honum aftur í hendur ÍR-inga. Breiðhyltingar freistuðu þess að jafna leikinn en flottur varnarleikur Benedikts Kristinssonar varð til þess að tíminn rann úr greipum ÍR. Jóhann Jóhannsson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins, þegar hann sló Ingimund í andlitið, þegar Ingimundur var að reyna að koma sér í skotfæri. Gríðarlega mikilvægur sigur Aftureldingar í höfn, ekki síst þar sem Valsmenn unnu góðan útisigur á heillum horfnum Akureyringum. Barátta Mosfellinga var til fyrirmyndar og það herbragð að taka Björgvin Hólmgeirsson úr umferð allan leikinn, heppnaðist fullkomlega. ÍR spilaði leikinn frekar illa og gerðu sig seka um byrjendamistök. Ekki bætti úr sök að markvarslan var afar döpur hjá liðinu.Konráð: Vitleysa að taka Björgvin úr umferð eftir 10 mörk Konráð Olavsson fagnaði sínum fyrsta sigri sem þjálfari Aftureldingar og var að vonum sáttur við frammistöðu sinna manna og ekki síður við góðan stuðning úr pöllunum. „Þetta var sætt og við vildum gefa allt okkar í þennan leik og uppskárum eftir því. Lukkan var með okkur á lokakaflanum og það var alveg kominn tími á það.“ „Karakterinn í hópnum er mikill og við erum að fá virkilega gott framlag frá ungum leikmönnum sem eru ennþá í öðrum og þriðja flokk. Það eru nánast allir í liðinu á annarri löppinni vegna meiðsla en fórna sér heilshugar í verkefnið og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með slíkt,“ sagði Konráð. Konráð sér lokaleik deildarinnar gegn Valsmönnum sem úrslitaleik og lítur björtum augum á framhaldið. „Við reynum auðvitað að taka öll stig á leiðinni í þann leik og þetta er í okkar höndum. Það verður gífurlega erfitt að spila í næsta leik gegn Akureyri, þeir eru búnir að vera að tapa undanfarið og mæta eflaust brjálaðir í þann leik.“ Þjálfarinn var alveg með á hreinu hvernig best er að glíma við stórskyttuna Björgvin Hólmgeirsson en Björgvin hefur gert Aftureldingu skráveifur í vetur. „Það er algjör óþarfi að bíða eftir því að hann setji 10 mörk á þig og fara þá að taka hann úr umferð. Langbest að gera það bara frá byrjun leiks,“ sagði Konráð léttur að lokum.Bjarki: Þeir lömdu okkur sundur og saman „Varnarleikurinn var eins og gatasigti og sóknarleikurinn var bara algjört afhroð,“ sagði brúnaþungur Bjarki Sigurðsson eftir leik. „Við erum bara í einhverju einstaklingsframtaki og við eigum auðvitað að geta leyst það þegar Bjöggi er tekinn úr umferð. Við ætluðum okkur sigur hér í dag til að tryggja okkur endanlega inn í úrslitakeppina en það var bara ekki að ganga upp.“ Afturelding spilaði varnarleikinn af mikilli ákefð og Bjarki segir sína menn hafa koðnað niður við hörkuna í stað þess að bregðast við eins og karlmenni. „Þeir bara lemja okkur sundur og saman og við sáum ekki til sólar. Svo er þetta rauða spjald frekar klaufalegt hjá þeirra leikmanni, þar sem Ingimundur var langt fyrir utan teig og ekki í neinni aðstöðu til að skjóta á markið.“ Bjarki vill ekki meina að hans menn hafi verið ryðgaðir eftir fagnaðarlæti helgarinnar. „Þó svo að menn vinni bikarinn um helgina, eiga þeir að kunna að haga sér skikkanlega. Við vissum að Afturelding myndi berjast og ef menn eru eitthvað ryðgaðir, þá er það bara vegna þess að menn eru værukærir og halda að þetta komi af sjálfu sér.“Davíð: Fljótur niður á jörðina eftir leik „Ótrúlegur liðsandi og geðveik barátta,“ var það fyrsta sem Davíð Svansson, sagði eftir sigur sinna manna. „Baráttan er svo sem alltaf til staðar en oft hefur hún bara dugað í 40-50 mínútur. Núna var þetta allan leikinn og það var hrikalega sætt að klára þetta.“ Davíð var feginn að hafa ekki vitað úrslitin á Akureyri fyrr en eftir leik. „Sem betur fer vissi ég ekki hvernig sá leikur endaði, það hefði verið hrikalega stressandi. Svo fær maður úrslitin í andlitið eftir leik og er ansi fljótur niður á jörðina,“ sagði Davíð að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira