Stytta verði reist af Neil Armstrong á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2013 19:59 Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967. Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967.
Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira