Breski hnefaleikakappinn David Haye tilkynnti í dag að hann væri búinn að rífa hanskana niður úr hillunni. Hann ætlar að keppa næst þann 29. júní. Andstæðingurinn liggur þó ekki fyrir.
Sem fyrr vill Haye berjast við Klitschko-bræðurna. Skal engan undra þar sem það gefur mestan pening. Bræðurnir hafa þó ekki gefið Haye mikið undir fótinn enda kom hann ekki beint fram við þá af virðingu er hann var enn að slást.
Hann náði því að berjast við Wladimir Klitschko áður en hann hætti. Yfirburðir Klitschko í þeim bardaga voru miklir.
"Ég vil fá heimsmeistaratitilinn aftur. Ég var að vonast til þess að Vitali yrði maður orða sinna og myndi berjast við mig. Hann sagðist ætla að gera það ef ég kláraði Dereck Chisora sem ég og gerði," sagði Haye sem er strax byrjaður að rífa aftur kjaft.
"Við höfum setið við símann, sent tölvupóst en án árangurs. Þetta er engin framkoma hjá þeim."
Umboðsmaður kappans segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að næla ekki í stóran lax til þess að fara í hringinn með Haye í júní.
Haye á höttunum eftir Klitschko-bræðrunum

Mest lesið




Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti

„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn