KA hafði betur gegn HK, 3-1, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í blaki.
KA vann fyrstu tvær hrinurnar, 25-23 og 25-19, en HK svaraði með því að vinna þriðju hrinuna, 25-20. Akureyringar kláruðu svo leikinn í fjórðu hrinu, 25-20, og tryggðu sér þar með oddaleik.
Úrslitin á Íslandsmótinu munu því ráðast í Fagralundi í Kópavogi á fimmtudagskvöldið.
KA knúði fram oddaleik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
