Nýju framboðin höfða til yngri kjósenda Hrund Þórsdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:30 Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum." Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum."
Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira