Volkswagen þarf 50.000 nýja starfsmenn Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2013 15:12 Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent
Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent