Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Oscar Pistorius fengið grænt ljós frá forráðamönnum Alþjóðaíþróttasambands fatlaðra til að keppa á HM í Frakklandi í sumar.
Pistorius var fyrr í vetur ákærður fyrir að bana kærustu sinni en réttarhöldin yfir honum fara fram síðar á þessu ári.
HM fer fram í júlí næstkomandi og ekkert því til fyrirstöðu að Pistorius skrái sig sem leiks, annað hvort sem fulltrúi Suður-Afríku eða sem einstaklingur.
Umboðsmaður hans, Peet van Zyl, sagði við enska fjölmiðla að Pistorius væri enn að syrgja kærustu sína en að hann væri áhugasamur um að æfa á nýjan leik.
Pistorius keppti á bæði Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í London á síðasta ári. HM ófatlaðra fer fram í Moskvu í ágúst og ekki útilokað að Pistorius verði á meðal keppenda þar.
Pistorius má keppa á HM fatlaðra í sumar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn





Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti

Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
