Land Rover eykur álnotkun Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2013 09:59 Allir bílar Land Rover verða brátt smíðaðir úr áli, nema Evoque og LR2. Land Rover endurnýjar bíla sína hratt þessa dagana og falleg hönnun, mikill tæknibúnaður og smækkandi vélar eru áberandi í þróun þeirra, en síður úr hverju þeir eru smíðaðir. Land Rover hefur hallað sér undanfarið mikið að notkun áls til að létta bíla sína og Range Rover léttist til dæmis um 420 kíló milli kynslóða þess vegna. Land Rover ætlar síst af öllu að láta staðar numið þar, heldur mun auka verulega notkun áls við smíði fleiri bílgerða. Brátt verða allir bílar Land Rover, nema Evoque og LR2, með grind úr áli líkt og er í nýjum Range Rover og Range Rover Sport. Land Rover setur brátt á markað lengri gerð af Range Rover sem sérstaklega er beint að Kínamarkaði. Þessi lengri gerð Range Rover á sér þó sögulega skírskotun því fyrsta kynslóð Range Rover var einmitt einnig í boði í lengri gerð. Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent
Allir bílar Land Rover verða brátt smíðaðir úr áli, nema Evoque og LR2. Land Rover endurnýjar bíla sína hratt þessa dagana og falleg hönnun, mikill tæknibúnaður og smækkandi vélar eru áberandi í þróun þeirra, en síður úr hverju þeir eru smíðaðir. Land Rover hefur hallað sér undanfarið mikið að notkun áls til að létta bíla sína og Range Rover léttist til dæmis um 420 kíló milli kynslóða þess vegna. Land Rover ætlar síst af öllu að láta staðar numið þar, heldur mun auka verulega notkun áls við smíði fleiri bílgerða. Brátt verða allir bílar Land Rover, nema Evoque og LR2, með grind úr áli líkt og er í nýjum Range Rover og Range Rover Sport. Land Rover setur brátt á markað lengri gerð af Range Rover sem sérstaklega er beint að Kínamarkaði. Þessi lengri gerð Range Rover á sér þó sögulega skírskotun því fyrsta kynslóð Range Rover var einmitt einnig í boði í lengri gerð.
Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent