Það virðist vera nóg um að vera hjá poppprinsinum Justin Bieber en hann reynir að finna tíma til að slaka á á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu.
Feng shui-stefnan er áberandi í innréttingum hússins sem Justin keypti fyrir 6,5 milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir króna, fyrir um ári síðan.
Ekkert slor.Justin og hans fylgdarlið er búið að vinna mikið í húsinu síðustu mánuði en það er búið sex svefnherbergjum, útisundlaug, spa, sánu og bíósal.