Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig - Framsókn dalar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2013 18:41 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira