Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Helga Arnardóttir og Brynja Dögg Friðriksdóttir skrifar 13. apríl 2013 18:46 Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. Framganga Pírata hefur vakið mikla athygli af minni framboðum fyrir komandi kosningar og hafa þeir verið að mælast með allt að fjóra þingmenn inni. Píratar bjóða fram í öllum kjördæmum og í gær sáu þeir tilefni til að senda frá sér tilkynningu og hvöttu til útstrikunar á frambjóðandanum Inga Karli Sigríðarsyni sem skipar 9.sæti í Norðausturkjördæmi þar sem hann kallaði Hildi Lilliendahl femínista öllum illum nöfnum á facebook síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur og hvatti til ofbeldis gegn henni í athugasemdakerfi Vísis. Í tilkynningu Pírata segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksfélaga en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðsfresturinn sé runninn út. Þá fordæma píratar hvers konar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Þegar bakgrunnur frambjóðenda pírata er hins vegar kannaður kemur í ljós að tveir frambjóðendur flokksins hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra heitir Adolf Bragi Hermannsson og skipar fjórtánda sæti í Norðausturkjördæmi. Hann hlaut 350 þúsund króna fjársekt í héraðsdómi Norðurlands árið 2007 fyrir vörslu, amfetamíns og LSD á heimili sínu. Auk þess var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot en á heimili hans fundust hnúajárn, þumlajárn og handjárn. Þá hlaut hann tvo dóma í febrúar og mars 2008. Annars vegar fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa um sautján grömm af amfetamíni og hins vegar fyrir líkamsárás á Dalvík. Í dómnum kemur fram að hann hafi slegið konu hnefahögg í andlitið þannig að hún hlaut áverka í andliti og brot á fingri. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir árásina. Hinn frambjóðandinn heitir Hjörleifur Harðarson og skipar fjórtánda sæti Suðvestur kjördæmis. Hann var dæmdur 2007 í héraðsdómi Austurlands til að greiða 112 þúsund krónur í sekt en í bíl hans fundust tæplega þrjátíu grömm af hassi. Hann hefur frá 1990 hlotið 17 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot en einnig fyrir umferðarlagabrot. Ekkert þessara ofangreindu brota virðist svipta þessa tvo frambjóðendur kjörgengi samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, þar sem enginn dómur nær fjögurra mánaða óskilorðsbundu fangelsi. Smári McCarthy kapteinn Pírata í suðurkjördæmi segir bakgrunn frambjóðenda ekki hafa verið kannaðan fyrir kosningarnar. „Við höfum ekki fundið hjá okkur þörf til að stunda persónunjósnir og það er engin lagaleg krafa gerð um það að við förum út í þessa könnun og okkur finnst það bara óþarfi." Aðspurður hvort hann telji óheppilegt fyrir flokkinn að frambjóðendur hans hafi meðal annars verið dæmdir fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot svarar Smári: „Að sjálfsögðu, það er náttúrulega alltaf óheppilegt þegar fólk fremur glæpi." Munuð þið hvetja til útstrikana á þessum tveimur frambjóðendum eins og Inga Karli? „Við hvetjum fólk til að nýta kosningakerfið til fulls og við höfum einmitt gagnrýnt kosningakerfið. Það að nota kosningakerfið til fulls felur meðal annars í sér að þegar fólki mislíkar fólk hvers vegna sem það kann að vera að það striki yfir það." Kosningar 2013 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. Framganga Pírata hefur vakið mikla athygli af minni framboðum fyrir komandi kosningar og hafa þeir verið að mælast með allt að fjóra þingmenn inni. Píratar bjóða fram í öllum kjördæmum og í gær sáu þeir tilefni til að senda frá sér tilkynningu og hvöttu til útstrikunar á frambjóðandanum Inga Karli Sigríðarsyni sem skipar 9.sæti í Norðausturkjördæmi þar sem hann kallaði Hildi Lilliendahl femínista öllum illum nöfnum á facebook síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur og hvatti til ofbeldis gegn henni í athugasemdakerfi Vísis. Í tilkynningu Pírata segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksfélaga en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðsfresturinn sé runninn út. Þá fordæma píratar hvers konar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Þegar bakgrunnur frambjóðenda pírata er hins vegar kannaður kemur í ljós að tveir frambjóðendur flokksins hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra heitir Adolf Bragi Hermannsson og skipar fjórtánda sæti í Norðausturkjördæmi. Hann hlaut 350 þúsund króna fjársekt í héraðsdómi Norðurlands árið 2007 fyrir vörslu, amfetamíns og LSD á heimili sínu. Auk þess var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot en á heimili hans fundust hnúajárn, þumlajárn og handjárn. Þá hlaut hann tvo dóma í febrúar og mars 2008. Annars vegar fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa um sautján grömm af amfetamíni og hins vegar fyrir líkamsárás á Dalvík. Í dómnum kemur fram að hann hafi slegið konu hnefahögg í andlitið þannig að hún hlaut áverka í andliti og brot á fingri. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir árásina. Hinn frambjóðandinn heitir Hjörleifur Harðarson og skipar fjórtánda sæti Suðvestur kjördæmis. Hann var dæmdur 2007 í héraðsdómi Austurlands til að greiða 112 þúsund krónur í sekt en í bíl hans fundust tæplega þrjátíu grömm af hassi. Hann hefur frá 1990 hlotið 17 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot en einnig fyrir umferðarlagabrot. Ekkert þessara ofangreindu brota virðist svipta þessa tvo frambjóðendur kjörgengi samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, þar sem enginn dómur nær fjögurra mánaða óskilorðsbundu fangelsi. Smári McCarthy kapteinn Pírata í suðurkjördæmi segir bakgrunn frambjóðenda ekki hafa verið kannaðan fyrir kosningarnar. „Við höfum ekki fundið hjá okkur þörf til að stunda persónunjósnir og það er engin lagaleg krafa gerð um það að við förum út í þessa könnun og okkur finnst það bara óþarfi." Aðspurður hvort hann telji óheppilegt fyrir flokkinn að frambjóðendur hans hafi meðal annars verið dæmdir fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot svarar Smári: „Að sjálfsögðu, það er náttúrulega alltaf óheppilegt þegar fólk fremur glæpi." Munuð þið hvetja til útstrikana á þessum tveimur frambjóðendum eins og Inga Karli? „Við hvetjum fólk til að nýta kosningakerfið til fulls og við höfum einmitt gagnrýnt kosningakerfið. Það að nota kosningakerfið til fulls felur meðal annars í sér að þegar fólki mislíkar fólk hvers vegna sem það kann að vera að það striki yfir það."
Kosningar 2013 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira