Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Helga Arnardóttir og Brynja Dögg Friðriksdóttir skrifar 13. apríl 2013 18:46 Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. Framganga Pírata hefur vakið mikla athygli af minni framboðum fyrir komandi kosningar og hafa þeir verið að mælast með allt að fjóra þingmenn inni. Píratar bjóða fram í öllum kjördæmum og í gær sáu þeir tilefni til að senda frá sér tilkynningu og hvöttu til útstrikunar á frambjóðandanum Inga Karli Sigríðarsyni sem skipar 9.sæti í Norðausturkjördæmi þar sem hann kallaði Hildi Lilliendahl femínista öllum illum nöfnum á facebook síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur og hvatti til ofbeldis gegn henni í athugasemdakerfi Vísis. Í tilkynningu Pírata segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksfélaga en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðsfresturinn sé runninn út. Þá fordæma píratar hvers konar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Þegar bakgrunnur frambjóðenda pírata er hins vegar kannaður kemur í ljós að tveir frambjóðendur flokksins hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra heitir Adolf Bragi Hermannsson og skipar fjórtánda sæti í Norðausturkjördæmi. Hann hlaut 350 þúsund króna fjársekt í héraðsdómi Norðurlands árið 2007 fyrir vörslu, amfetamíns og LSD á heimili sínu. Auk þess var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot en á heimili hans fundust hnúajárn, þumlajárn og handjárn. Þá hlaut hann tvo dóma í febrúar og mars 2008. Annars vegar fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa um sautján grömm af amfetamíni og hins vegar fyrir líkamsárás á Dalvík. Í dómnum kemur fram að hann hafi slegið konu hnefahögg í andlitið þannig að hún hlaut áverka í andliti og brot á fingri. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir árásina. Hinn frambjóðandinn heitir Hjörleifur Harðarson og skipar fjórtánda sæti Suðvestur kjördæmis. Hann var dæmdur 2007 í héraðsdómi Austurlands til að greiða 112 þúsund krónur í sekt en í bíl hans fundust tæplega þrjátíu grömm af hassi. Hann hefur frá 1990 hlotið 17 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot en einnig fyrir umferðarlagabrot. Ekkert þessara ofangreindu brota virðist svipta þessa tvo frambjóðendur kjörgengi samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, þar sem enginn dómur nær fjögurra mánaða óskilorðsbundu fangelsi. Smári McCarthy kapteinn Pírata í suðurkjördæmi segir bakgrunn frambjóðenda ekki hafa verið kannaðan fyrir kosningarnar. „Við höfum ekki fundið hjá okkur þörf til að stunda persónunjósnir og það er engin lagaleg krafa gerð um það að við förum út í þessa könnun og okkur finnst það bara óþarfi." Aðspurður hvort hann telji óheppilegt fyrir flokkinn að frambjóðendur hans hafi meðal annars verið dæmdir fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot svarar Smári: „Að sjálfsögðu, það er náttúrulega alltaf óheppilegt þegar fólk fremur glæpi." Munuð þið hvetja til útstrikana á þessum tveimur frambjóðendum eins og Inga Karli? „Við hvetjum fólk til að nýta kosningakerfið til fulls og við höfum einmitt gagnrýnt kosningakerfið. Það að nota kosningakerfið til fulls felur meðal annars í sér að þegar fólki mislíkar fólk hvers vegna sem það kann að vera að það striki yfir það." Kosningar 2013 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. Framganga Pírata hefur vakið mikla athygli af minni framboðum fyrir komandi kosningar og hafa þeir verið að mælast með allt að fjóra þingmenn inni. Píratar bjóða fram í öllum kjördæmum og í gær sáu þeir tilefni til að senda frá sér tilkynningu og hvöttu til útstrikunar á frambjóðandanum Inga Karli Sigríðarsyni sem skipar 9.sæti í Norðausturkjördæmi þar sem hann kallaði Hildi Lilliendahl femínista öllum illum nöfnum á facebook síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur og hvatti til ofbeldis gegn henni í athugasemdakerfi Vísis. Í tilkynningu Pírata segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksfélaga en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðsfresturinn sé runninn út. Þá fordæma píratar hvers konar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Þegar bakgrunnur frambjóðenda pírata er hins vegar kannaður kemur í ljós að tveir frambjóðendur flokksins hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra heitir Adolf Bragi Hermannsson og skipar fjórtánda sæti í Norðausturkjördæmi. Hann hlaut 350 þúsund króna fjársekt í héraðsdómi Norðurlands árið 2007 fyrir vörslu, amfetamíns og LSD á heimili sínu. Auk þess var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot en á heimili hans fundust hnúajárn, þumlajárn og handjárn. Þá hlaut hann tvo dóma í febrúar og mars 2008. Annars vegar fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa um sautján grömm af amfetamíni og hins vegar fyrir líkamsárás á Dalvík. Í dómnum kemur fram að hann hafi slegið konu hnefahögg í andlitið þannig að hún hlaut áverka í andliti og brot á fingri. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir árásina. Hinn frambjóðandinn heitir Hjörleifur Harðarson og skipar fjórtánda sæti Suðvestur kjördæmis. Hann var dæmdur 2007 í héraðsdómi Austurlands til að greiða 112 þúsund krónur í sekt en í bíl hans fundust tæplega þrjátíu grömm af hassi. Hann hefur frá 1990 hlotið 17 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot en einnig fyrir umferðarlagabrot. Ekkert þessara ofangreindu brota virðist svipta þessa tvo frambjóðendur kjörgengi samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, þar sem enginn dómur nær fjögurra mánaða óskilorðsbundu fangelsi. Smári McCarthy kapteinn Pírata í suðurkjördæmi segir bakgrunn frambjóðenda ekki hafa verið kannaðan fyrir kosningarnar. „Við höfum ekki fundið hjá okkur þörf til að stunda persónunjósnir og það er engin lagaleg krafa gerð um það að við förum út í þessa könnun og okkur finnst það bara óþarfi." Aðspurður hvort hann telji óheppilegt fyrir flokkinn að frambjóðendur hans hafi meðal annars verið dæmdir fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot svarar Smári: „Að sjálfsögðu, það er náttúrulega alltaf óheppilegt þegar fólk fremur glæpi." Munuð þið hvetja til útstrikana á þessum tveimur frambjóðendum eins og Inga Karli? „Við hvetjum fólk til að nýta kosningakerfið til fulls og við höfum einmitt gagnrýnt kosningakerfið. Það að nota kosningakerfið til fulls felur meðal annars í sér að þegar fólki mislíkar fólk hvers vegna sem það kann að vera að það striki yfir það."
Kosningar 2013 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira