Heiða: "Við erum í símaskránni" Stígur Helgason skrifar 29. apríl 2013 18:21 „Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. „Svo erum við bara í símaskránni ef einhver þarf á okkur að halda," segir hinn formaðurinn, Heiða Kristín Helgadóttir, sem sat einnig fundinn. „Það hafa engar samræður farið fram, en við erum erum afl sem vill gera gagn og nálgumst þetta af ábyrgð, “ sagði Guðmundur við fréttamenn að fundinum loknum. Formennirnir sögðu að fundurinn með forsetanum hefði verið almenns eðlis og að fari hefði verið vítt og breitt yfir sviðið. Þau hafi hins vegar ekki lýst skoðun sinni á því hverjum skyldi fela stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það liggi nú alveg frekar ljóst fyrir hverjir eru stærstir og eðlilegasti fyrsti kostur og við höfum ekki gert upp á milli í því,“ sagði Heiða Kristín. „Við erum bara í góðu skapi og með okkar mál á hreinu. Þetta er bara atburðarás sem fer núna af stað og ef til þess kemur [að leitað verði til okkar um ríkisstjórnarsamstarf] þá vitum við hvaða skilyrði við setjum, “ bætti Guðmundur við. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, er núna á fundi með forseta en það er síðasti fundur forsetans með leiðtogum stjórnmálaflokkanna í dag. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29. apríl 2013 12:41 Bjarni mætir fyrstur til forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu. 29. apríl 2013 09:33 Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29. apríl 2013 11:19 Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29. apríl 2013 17:07 Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29. apríl 2013 16:30 Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29. apríl 2013 15:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. „Svo erum við bara í símaskránni ef einhver þarf á okkur að halda," segir hinn formaðurinn, Heiða Kristín Helgadóttir, sem sat einnig fundinn. „Það hafa engar samræður farið fram, en við erum erum afl sem vill gera gagn og nálgumst þetta af ábyrgð, “ sagði Guðmundur við fréttamenn að fundinum loknum. Formennirnir sögðu að fundurinn með forsetanum hefði verið almenns eðlis og að fari hefði verið vítt og breitt yfir sviðið. Þau hafi hins vegar ekki lýst skoðun sinni á því hverjum skyldi fela stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það liggi nú alveg frekar ljóst fyrir hverjir eru stærstir og eðlilegasti fyrsti kostur og við höfum ekki gert upp á milli í því,“ sagði Heiða Kristín. „Við erum bara í góðu skapi og með okkar mál á hreinu. Þetta er bara atburðarás sem fer núna af stað og ef til þess kemur [að leitað verði til okkar um ríkisstjórnarsamstarf] þá vitum við hvaða skilyrði við setjum, “ bætti Guðmundur við. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, er núna á fundi með forseta en það er síðasti fundur forsetans með leiðtogum stjórnmálaflokkanna í dag.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29. apríl 2013 12:41 Bjarni mætir fyrstur til forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu. 29. apríl 2013 09:33 Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29. apríl 2013 11:19 Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29. apríl 2013 17:07 Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29. apríl 2013 16:30 Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29. apríl 2013 15:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29. apríl 2013 12:41
Bjarni mætir fyrstur til forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu. 29. apríl 2013 09:33
Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29. apríl 2013 11:19
Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29. apríl 2013 17:07
Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29. apríl 2013 16:30
Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29. apríl 2013 15:09