Handbolti

Þórey og Rut í sigurliði gegn Óskari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir í meðferð hjá Elínu Harðardóttur, sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins.
Þórey Rósa Stefánsdóttir í meðferð hjá Elínu Harðardóttur, sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins. Mynd/Stefán
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Team Tvis Holstebro sem lagði Viborg 28-24 í efstu deild danska handboltans í dag.

Rut Jónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir heimaliðið sem mætir Randers í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. Viborg hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum en tapið þýðir að liðið mætir FC Midtjylland. Holstebro mætir hins vegar Randers.

Óskar Bjarni Óskarsson er þjálfari Viborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×