Range Rover Hybrid að koma Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 10:45 Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent