Vatnsendi ekki í eigu Þorsteins - 45 ára gömlum deilum lokið 3. maí 2013 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár. Málið er vægast sagt umdeilt enda hafa deilur um eignarhald á jörðinni staðið yfir í fjörutíu og fimm ár. Tekist var á um gríðarlega mikla peninga í málinu, nokkra milljarða. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða héraðsdóms var á þá leið að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld árið 2011 og var skattakóngur það ár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár. Málið er vægast sagt umdeilt enda hafa deilur um eignarhald á jörðinni staðið yfir í fjörutíu og fimm ár. Tekist var á um gríðarlega mikla peninga í málinu, nokkra milljarða. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða héraðsdóms var á þá leið að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld árið 2011 og var skattakóngur það ár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira