Svíþjóð var í gærkvöldi heimsmeistari í íshokkí í áttunda skipti efir 5-1 stórsigur á Sviss í úrslitaleik í Stokkhólmi.
Svisslendingar komust yfir eftir aðeins fimm mínútna leik en við tók einstefna Svía. Henrik Sedin skoraði tvö mörk fyrir þá gulu sem biðu lægri hlut 3-2 í viðureign þjóðanna í riðlakeppninni.
Heimamenn fögnuðu sigrinum að vonum innilega en þetta mun vera í fyrsta skipti sem heimsmeistaratitill í íþróttinni vinnst á heimavelli.
Heimsmeistarar í áttunda skipti
