Fjölþjóðleg flækja Sara McMahon skrifar 14. maí 2013 11:30 „Góðan dag. Er þessi trefill rétt merktur? Getur verið að hann kosti 4.000 krónur?“ „No. It is 400 krónur.“ „Nú jæja, þá ætla ég að fá hann.“ „Yes. 400 krónur, please.“ „Gjörðu svo vel.“ „Thank you. Have a nice stay.“ Þetta samtal átti sér stað í raunveruleikanum haustið 2009 þegar ég var stödd í verslun sem selur notaðar flíkur. Samtalið átti ég við íslenska afgreiðsludömu á sextugsaldri. Sú virtist alveg sannfærð um að ég stæði við afgreiðsluborðið og ræddi við hana á öðru tungumáli en okkar ylhýra, og það þrátt fyrir skýran og greinargóðan framburð minn. Það sem meira er; þetta er hvorki fyrsta né eina skiptið sem ég lendi í aðstæðum sem þessum. Annað dæmi átti sér stað árið 2006. Ég sat á öldurhúsi og ræddi við barþjóninn á ensku. Stúlkan hafði talið mig spænska og því ávarpað mig á ensku þegar hún afgreiddi mig. Ég hélt aftur á móti að hún hlyti að vera útlensk fyrst hún talaði ensku, ég get viðurkennt að mér fannst hún líka þessleg í útliti. Í nokkra mánuði fóru öll okkar samskipti fram á enskri tungu þar til sameiginleg vinkona okkar benti á að við værum í raun báðar íslenskar og gætum því sleppt enskunni. Ekki eru allir Íslendingar ljósir yfirlitum, bláeygðir og rjóðir í kinnum og með hár, mikið og gult. Nei, nei. Sumir eru dökkir á hörund og aðrir eru brúneygðir, nokkrir eru hálfir eitthvað annað og einhverjir eru fæddir annars staðar en alast upp á okkar hrjóstruga landi. Við búum í fámennu en alþjóðlegu samfélagi þar sem Jón og Gunna búa í sátt og samlyndi við José og Yuliu. Fyrst við erum orðin svo fjölþjóðleg, væri ekki eðlilegast að grípa fyrst til íslenskunnar þegar við eigum í samskipti hvert við annað áður en enskan er prófuð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun
„Góðan dag. Er þessi trefill rétt merktur? Getur verið að hann kosti 4.000 krónur?“ „No. It is 400 krónur.“ „Nú jæja, þá ætla ég að fá hann.“ „Yes. 400 krónur, please.“ „Gjörðu svo vel.“ „Thank you. Have a nice stay.“ Þetta samtal átti sér stað í raunveruleikanum haustið 2009 þegar ég var stödd í verslun sem selur notaðar flíkur. Samtalið átti ég við íslenska afgreiðsludömu á sextugsaldri. Sú virtist alveg sannfærð um að ég stæði við afgreiðsluborðið og ræddi við hana á öðru tungumáli en okkar ylhýra, og það þrátt fyrir skýran og greinargóðan framburð minn. Það sem meira er; þetta er hvorki fyrsta né eina skiptið sem ég lendi í aðstæðum sem þessum. Annað dæmi átti sér stað árið 2006. Ég sat á öldurhúsi og ræddi við barþjóninn á ensku. Stúlkan hafði talið mig spænska og því ávarpað mig á ensku þegar hún afgreiddi mig. Ég hélt aftur á móti að hún hlyti að vera útlensk fyrst hún talaði ensku, ég get viðurkennt að mér fannst hún líka þessleg í útliti. Í nokkra mánuði fóru öll okkar samskipti fram á enskri tungu þar til sameiginleg vinkona okkar benti á að við værum í raun báðar íslenskar og gætum því sleppt enskunni. Ekki eru allir Íslendingar ljósir yfirlitum, bláeygðir og rjóðir í kinnum og með hár, mikið og gult. Nei, nei. Sumir eru dökkir á hörund og aðrir eru brúneygðir, nokkrir eru hálfir eitthvað annað og einhverjir eru fæddir annars staðar en alast upp á okkar hrjóstruga landi. Við búum í fámennu en alþjóðlegu samfélagi þar sem Jón og Gunna búa í sátt og samlyndi við José og Yuliu. Fyrst við erum orðin svo fjölþjóðleg, væri ekki eðlilegast að grípa fyrst til íslenskunnar þegar við eigum í samskipti hvert við annað áður en enskan er prófuð?
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun