Axel og Guðrún Brá héldu bæði forystunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 19:15 Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Mynd/GSÍmyndir.net Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili eru áfram efst á á Egils Gull golfmótinu sem leikið er á Garðavelli á Akranesi en öðrum degi af þremur er nú lokið. Þetta er fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er með fjögurra högga forystu á aðra keppendur í karlaflokki. Axel sem lék í dag á 74 höggum og er samtals á 144 höggum eða á pari eftir tvo fyrstu hringina. Í öðru sæti er Arnar Snær Hákonarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 148 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru jafnir í þriðja sæti en báðir hafa spilað á 149 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbbnum Keili leiðir með einu höggi í kvennaflokki eftir 36 holur. Þær Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili eru jafnar í öðru sætinu. Í fjórða sæti er Ragnhildur Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur en hún lék best allra í kvennaflokki í dag eða á 73 höggum einu yfir pari. Fjöldi keppanda er nú skorin niður og komast 63 kylfingar áfram í karlaflokki og 21 í kvennaflokki. Lokahringurinn verðu leikinn á morgun sunnudag. Það er hægt að fylgjast með skori keppanda inn á www.golf.is. Staðan í karlaflokki 1. sæti Axel Bóasson, GK 70-74 = 144 á pari 2.sæti Arnar Snær Hákonarson, GR 76-72 = 148 +4 3.-4. sæti Sigmundur Einar Másson, GKG 75-74 =149 +5 3.-4. sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 72-77 = 149 +5Staðan í kvennaflokki 1. sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 73-79 =152 +8 2.- 3. sæti Sunna Víðisdóttir, GR 78-75 =153 +9 2.- 3. sæti Tinna Jóhannsdóttir, GK 75-78 = 153 +9 4. sæti Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 83-73 = 156 +12 5. sæti Anna Sólveig Snorradóttir, GK 77-80 =157 +13 Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili eru áfram efst á á Egils Gull golfmótinu sem leikið er á Garðavelli á Akranesi en öðrum degi af þremur er nú lokið. Þetta er fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er með fjögurra högga forystu á aðra keppendur í karlaflokki. Axel sem lék í dag á 74 höggum og er samtals á 144 höggum eða á pari eftir tvo fyrstu hringina. Í öðru sæti er Arnar Snær Hákonarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 148 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru jafnir í þriðja sæti en báðir hafa spilað á 149 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbbnum Keili leiðir með einu höggi í kvennaflokki eftir 36 holur. Þær Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili eru jafnar í öðru sætinu. Í fjórða sæti er Ragnhildur Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur en hún lék best allra í kvennaflokki í dag eða á 73 höggum einu yfir pari. Fjöldi keppanda er nú skorin niður og komast 63 kylfingar áfram í karlaflokki og 21 í kvennaflokki. Lokahringurinn verðu leikinn á morgun sunnudag. Það er hægt að fylgjast með skori keppanda inn á www.golf.is. Staðan í karlaflokki 1. sæti Axel Bóasson, GK 70-74 = 144 á pari 2.sæti Arnar Snær Hákonarson, GR 76-72 = 148 +4 3.-4. sæti Sigmundur Einar Másson, GKG 75-74 =149 +5 3.-4. sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 72-77 = 149 +5Staðan í kvennaflokki 1. sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 73-79 =152 +8 2.- 3. sæti Sunna Víðisdóttir, GR 78-75 =153 +9 2.- 3. sæti Tinna Jóhannsdóttir, GK 75-78 = 153 +9 4. sæti Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 83-73 = 156 +12 5. sæti Anna Sólveig Snorradóttir, GK 77-80 =157 +13
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira