Sá samviskusami í sambúðinni með Eiði Smára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2013 15:15 Hannes Þór í baráttu við Adil Rami í landsleik Frakka og Íslendinga. Nordicphotos/AFP „Yfirleitt er ég frekar kærulaus týpa og get verið utan við mig og ekki með allt á hreinu. Í herbergissamskiptum okkar Eiðs snýst þetta við," segir landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hannes Þór og Eiður Smári Guðjohnsen deila saman hótelherbergi í íslenska landsliðinu. Liðið dvelur á Hótel Nordica á Suðurlandsbraut og líkar Hannes vistin vel. „Lífið á hótelinu er mjög ljúft. Það væsir ekki um okkur. Að sama skapi erum við einbeittir og á fullu í undirbúnignum fyrir verkefnið," segir Hannes og talið berst að herbergisfélaga hans, Eiði Smára. „Hann er rándýr herbergisfélagi. Við erum búnir að vera saman í herbergi í dálítinn tíma. Það er fínt. Við náum ágætlega saman og horfum mikið á Klovn," segir markvörðurinn. Hannes er einn þriggja leikmanna íslenska landsliðsins sem leikur með liði hér á landi. Hann á heima skammt frá hótelinu og því nokkuð sérstök staða að dvelja á hóteli með fjölskylduna í næsta húsi. „Þetta er sérstök staða að eiga heima svona nálægt hótelinu. Ég hef aðeins verið að skjótast heim þegar mig vantar eitthvað. Svo er ég með lítið barn heima líka þ.a. ég reyni að kíkja heim þegar ég hef tækifæri til. Annars hefur mér fundist ágætt að kúpla mig út úr stressinu og leggjast inn á hótel í viku," segir Hannes. KR-ingurinn segir tímann með landsliðinu sýna honum hvað fótboltinn hafi upp á að bjóða. Umgjörðin sé stigi fyrir ofan það sem hann sé vanur í deildinni hér heima. „Það kitlar metnaðinn og minnir mann á það að heimurinn er stærri. Atvinnumennska er eitthvað sem ég vil upplifa. Ef möguleikinn er fyrir hendi þá reynir maður að ná því. Það væri gaman að taka þann slag," segir Hannes sem varð 29 ára í apríl. Hann segir það sérstaka tilfinningu að vera orðin sá samviskusami líkt og tilfellið sé í sambúð þeirra Eiðs Smára í landsliðinu. „Þetta er sennilega eina skiptið í lífinu sem ég er samviskusama týpan," segir Hannes kíminn. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Yfirleitt er ég frekar kærulaus týpa og get verið utan við mig og ekki með allt á hreinu. Í herbergissamskiptum okkar Eiðs snýst þetta við," segir landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hannes Þór og Eiður Smári Guðjohnsen deila saman hótelherbergi í íslenska landsliðinu. Liðið dvelur á Hótel Nordica á Suðurlandsbraut og líkar Hannes vistin vel. „Lífið á hótelinu er mjög ljúft. Það væsir ekki um okkur. Að sama skapi erum við einbeittir og á fullu í undirbúnignum fyrir verkefnið," segir Hannes og talið berst að herbergisfélaga hans, Eiði Smára. „Hann er rándýr herbergisfélagi. Við erum búnir að vera saman í herbergi í dálítinn tíma. Það er fínt. Við náum ágætlega saman og horfum mikið á Klovn," segir markvörðurinn. Hannes er einn þriggja leikmanna íslenska landsliðsins sem leikur með liði hér á landi. Hann á heima skammt frá hótelinu og því nokkuð sérstök staða að dvelja á hóteli með fjölskylduna í næsta húsi. „Þetta er sérstök staða að eiga heima svona nálægt hótelinu. Ég hef aðeins verið að skjótast heim þegar mig vantar eitthvað. Svo er ég með lítið barn heima líka þ.a. ég reyni að kíkja heim þegar ég hef tækifæri til. Annars hefur mér fundist ágætt að kúpla mig út úr stressinu og leggjast inn á hótel í viku," segir Hannes. KR-ingurinn segir tímann með landsliðinu sýna honum hvað fótboltinn hafi upp á að bjóða. Umgjörðin sé stigi fyrir ofan það sem hann sé vanur í deildinni hér heima. „Það kitlar metnaðinn og minnir mann á það að heimurinn er stærri. Atvinnumennska er eitthvað sem ég vil upplifa. Ef möguleikinn er fyrir hendi þá reynir maður að ná því. Það væri gaman að taka þann slag," segir Hannes sem varð 29 ára í apríl. Hann segir það sérstaka tilfinningu að vera orðin sá samviskusami líkt og tilfellið sé í sambúð þeirra Eiðs Smára í landsliðinu. „Þetta er sennilega eina skiptið í lífinu sem ég er samviskusama týpan," segir Hannes kíminn.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira