Ferðarit Crymogeu um víða veröld Bergsteinn Sigurðsson skrifar 19. júní 2013 16:51 Kristján B. Jónasson, eigandi Crymogeu, sem tekur þátt í útgáfu ritraðarinnar 22 Places víðsvegar um Evrópu og undirbýr útgáfu stórrar bókar um Norðurlönd í Japan. „Frá upphafi hefur verið unnið að því hér á útgáfunni að koma stóru alþjóðlegu verkefni á koppinn svo reksturinn standi ekki bara á innlenda fætinum,“ segir Kristján B. Jónasson, eigandi forlagsins Crymogeu. Frá árinu 2010 hefur forlagið þróað línu ferðabóka sem ber yfirskriftina 22 Places. Hver bók er tileinkuð ákveðnu landi og inniheldur myndir og texta um 22 staði sem ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Ljósmyndir taka Vigfús Birgisson og Páll Stefánsson en Jonas Moody, Eliza Reid og Nic Cavell rita texta. „Við byrjuðum á einni bók um Ísland en seldum fljótlega National Geographic í Þýskalandi hugmyndina um að gefa út fimm bækur um öll Norðurlöndin,“ segir Kristján. „Í framhaldinu náðum við samningum við stærstu útgáfu Finnlands, WSOY, og stærstu útgáfu Svíþjóðar, Bonnier.“ Alls hafa verið prentaðar 50 þúsund bækur um fimm Norðurlönd. Þær fást í Þýskalandi, Sviss og Austurríki á þýsku en eru seldar á ensku í Svíþjóð og Finnlandi. Bók um Færeyjar er væntanleg, auk þess sem bókin um Noreg er væntanleg á markað þar í landi á ensku. Portúgalskur útgefandi hefur keypt réttinn að bókinni um Noreg og ætlar að gefa hana út á portúgölsku í samvinnu við norsk stjórnvöld til að kynna Noreg um allan hinn portúgölskumælandi heim. Crymogea vinnur nú að gerð stórrar bókar fyrir National Geographic í Japan sem nefnist „111 Places You Absolutely Must See in Scandinavia“. Kristján segir það hafa verið kostnaðarsamt að koma verkefninu á laggirnar en upprunalegar áætlanir hafi engu að síður gengið upp. „Kostnaðurinn skilar sér á næstu tveimur árum með endurprentunum og endurútgáfum. Eftir því sem við söfnum upp meira efni aukast möguleikarnir á verkefnum á borð við það japanska, þar sem við erum í rauninni að endurpakka efni sem við eigum nú þegar til, eða við getum gefið út stærri rit.“ Möguleikarnir eru ekki bara bundnir við bókaútgáfu, að mati Kristjáns. „Markmiðið er að koma upp gagnabanka um hvern og einn stað og þétta hann með tíð og tíma. Það eru síðan til alls kyns leiðir til að miðla því efni, hvort heldur er á netsíðum eða með einhvers konar appi. Það er hægt að þróa þetta í ýmsar áttir en fyrst um sinn ætlum við að einbeita okkur að bókamarkaðnum.“ Væntanlegar eru fleiri bækur í 22 Places í ritröðinni árin 2014 og 2015. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Frá upphafi hefur verið unnið að því hér á útgáfunni að koma stóru alþjóðlegu verkefni á koppinn svo reksturinn standi ekki bara á innlenda fætinum,“ segir Kristján B. Jónasson, eigandi forlagsins Crymogeu. Frá árinu 2010 hefur forlagið þróað línu ferðabóka sem ber yfirskriftina 22 Places. Hver bók er tileinkuð ákveðnu landi og inniheldur myndir og texta um 22 staði sem ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Ljósmyndir taka Vigfús Birgisson og Páll Stefánsson en Jonas Moody, Eliza Reid og Nic Cavell rita texta. „Við byrjuðum á einni bók um Ísland en seldum fljótlega National Geographic í Þýskalandi hugmyndina um að gefa út fimm bækur um öll Norðurlöndin,“ segir Kristján. „Í framhaldinu náðum við samningum við stærstu útgáfu Finnlands, WSOY, og stærstu útgáfu Svíþjóðar, Bonnier.“ Alls hafa verið prentaðar 50 þúsund bækur um fimm Norðurlönd. Þær fást í Þýskalandi, Sviss og Austurríki á þýsku en eru seldar á ensku í Svíþjóð og Finnlandi. Bók um Færeyjar er væntanleg, auk þess sem bókin um Noreg er væntanleg á markað þar í landi á ensku. Portúgalskur útgefandi hefur keypt réttinn að bókinni um Noreg og ætlar að gefa hana út á portúgölsku í samvinnu við norsk stjórnvöld til að kynna Noreg um allan hinn portúgölskumælandi heim. Crymogea vinnur nú að gerð stórrar bókar fyrir National Geographic í Japan sem nefnist „111 Places You Absolutely Must See in Scandinavia“. Kristján segir það hafa verið kostnaðarsamt að koma verkefninu á laggirnar en upprunalegar áætlanir hafi engu að síður gengið upp. „Kostnaðurinn skilar sér á næstu tveimur árum með endurprentunum og endurútgáfum. Eftir því sem við söfnum upp meira efni aukast möguleikarnir á verkefnum á borð við það japanska, þar sem við erum í rauninni að endurpakka efni sem við eigum nú þegar til, eða við getum gefið út stærri rit.“ Möguleikarnir eru ekki bara bundnir við bókaútgáfu, að mati Kristjáns. „Markmiðið er að koma upp gagnabanka um hvern og einn stað og þétta hann með tíð og tíma. Það eru síðan til alls kyns leiðir til að miðla því efni, hvort heldur er á netsíðum eða með einhvers konar appi. Það er hægt að þróa þetta í ýmsar áttir en fyrst um sinn ætlum við að einbeita okkur að bókamarkaðnum.“ Væntanlegar eru fleiri bækur í 22 Places í ritröðinni árin 2014 og 2015.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp