Efnaðir líklegri til siðlauss aksturs Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2013 11:15 Hætta, hætta, efnaður á ferð! Samstarfsvekefni Berkeley og Toronto háskólanna á hegðun ökumanna bendir mjög greinilega til þess að efnaðra fólk hagar sér illa í umferðinni og tekur lítið tillit til annarra. Í rannsókninni var leitast við að finna út siðferðilega hegðun ökumanna og greinilega stóð efnaðra fólk á glæsilegum bílum út úr fjöldanum. Sem dæmi var kannað hversu hátt hlutfall ökumanna stöðvaði á gatnamótum þar sem stöðvunarskilda er á allar fjórar áttirnar. Aðeins 12% ökumanna stöðvuðu ekki en ef þeir sterkefnuðu voru skoðaðir sér reyndust 30% ekki sinna stöðvunarskildunni. Sama átti við á gangbrautum. Að meðaltali stöðvuðu 35% ökumanna ekki á gangbraut þar sem gangandi vegfarendur biðu, en í tilfelli þeirra efnuðu voru það 46% ökumanna. Af hverju skildi nú þessi hegðun þeirra efnaðri stafa? Prófessorar háskólanna telja að mikið sjálfstæði og meira næði í störfum þeirra efnaðri setji þeim hreinlega skorður við að fara eftir lögum og reglum samfélagsins. Því séu siðlausar athafnir þeim tamar og þeir telja sig ekki þurfa að fara eftir einhverju mótuðu regluverki. Það er því full ástæða að gæta sín sérstaklega ef glæsibílar nálgast. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Samstarfsvekefni Berkeley og Toronto háskólanna á hegðun ökumanna bendir mjög greinilega til þess að efnaðra fólk hagar sér illa í umferðinni og tekur lítið tillit til annarra. Í rannsókninni var leitast við að finna út siðferðilega hegðun ökumanna og greinilega stóð efnaðra fólk á glæsilegum bílum út úr fjöldanum. Sem dæmi var kannað hversu hátt hlutfall ökumanna stöðvaði á gatnamótum þar sem stöðvunarskilda er á allar fjórar áttirnar. Aðeins 12% ökumanna stöðvuðu ekki en ef þeir sterkefnuðu voru skoðaðir sér reyndust 30% ekki sinna stöðvunarskildunni. Sama átti við á gangbrautum. Að meðaltali stöðvuðu 35% ökumanna ekki á gangbraut þar sem gangandi vegfarendur biðu, en í tilfelli þeirra efnuðu voru það 46% ökumanna. Af hverju skildi nú þessi hegðun þeirra efnaðri stafa? Prófessorar háskólanna telja að mikið sjálfstæði og meira næði í störfum þeirra efnaðri setji þeim hreinlega skorður við að fara eftir lögum og reglum samfélagsins. Því séu siðlausar athafnir þeim tamar og þeir telja sig ekki þurfa að fara eftir einhverju mótuðu regluverki. Það er því full ástæða að gæta sín sérstaklega ef glæsibílar nálgast.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent