Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Keflavík 3-0 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 28. júlí 2013 09:42 Mynd/Daníel KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira