Loftpúðar í mótorhjólafatnað Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 09:20 Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent
Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent