Ofurmennið og Leðurblökumaðurinn munu sameina krafta sína í nýrri kvikmynd sem nú er í undirbúningi. Leikstjórinn Zack Snyder tilkynnti þetta í gær.
Snyder sagði gestum Comic Con-ráðstefnunnar í San Diego frá áformum sínum í gær, en myndinni verður leikstýrt af honum sjálfum og leikarinn Henry Cavill endurtekur hlutverk sitt sem Ofurmennið. Ekki er ljóst hvaða leikari mun fara með hlutverk Leðurblökumannsins, en Christian Bale verður það ekki.
Myndin fer í framleiðslu á næsta ári og ýjaði Snyder að því að ofurhetjurnar tvær yrðu jafnvel óvinir í myndinni.
Þetta eru sannkallaðar stórfréttir fyrir unnendur ofurhetjusagna og kvikmynda, enda hafa þessar tvær þekktustu ofurhetjur heims aldrei sést saman í kvikmynd.
Superman og Batman saman á hvíta tjaldið
