Ísland gerði David Moyes að manni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 11:24 David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leiða leikmenn sína út á Wembley-leikvanginn í Lundúnum á sunnudaginn. Öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Á þessum nótum hefst umfjöllun Daily Mail um Moyes þar sem fjallað er um hvar ferill Moyes hafi hafist. Af öllum stöðum í heiminum hafi það verið á Íslandi.Líkt og Vísir fjallaði um í vor æfði David Moyes um tíma með Tý í Vestmannaeyjum. Upphaflega ætlaði Skotinn að dvelja yfir sumarið 1978 í Eyjum en dvölin varð styttri þegar Moyes bauðst samningur hjá Celtic í Skotlandi. „Fyrsta reynsla Moyes hjá alvöru liði var í Vestmannaeyjum, blautum og vindasömum fiskibæ undan suðurströnd Íslands. Þar eru lundarnir fleiri en íbúarnir fimm þúsund og eldfjall gnæfir yfir húsakynnum fólksins." Fimmtán ára mætti Moyes til Vestmannaeyja en það var Ólafur Jónsson sem hýsti Moyes á meðan á dvöl hans hér stóð. Ólafur fór árlega með hóp ungra Eyjapeyja til Skotlands til æfinga þar sem hann kynntist föður Moyes, David eldri.Nordicphotos/Getty„Hann var leiðtogi á vellinum. Ég sá það strax þá. Hann var strákur en alltaf fremstur meðal jafningja. Hann var alltaf fyrstur," segir Ólafur sem ber Moyes afar vel söguna. „Hann var hluti af fjölskyldunni," segir Ólafur sem skellir upp úr þegar ræðir um matarvenjur Skotans. „Ég held að hann hafi ekki kunnað neitt sérstaklega vel við matinn enda var fiskur nánast í hvert mál," segir Ólafur. Moyes hafi þó verið kurteis og alltaf borðað það sem stóð til boða.Viðtalið við Ólaf má sjá hér. Leikur Manchester United og Wigan um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn hefst klukkan 12.45. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leiða leikmenn sína út á Wembley-leikvanginn í Lundúnum á sunnudaginn. Öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Á þessum nótum hefst umfjöllun Daily Mail um Moyes þar sem fjallað er um hvar ferill Moyes hafi hafist. Af öllum stöðum í heiminum hafi það verið á Íslandi.Líkt og Vísir fjallaði um í vor æfði David Moyes um tíma með Tý í Vestmannaeyjum. Upphaflega ætlaði Skotinn að dvelja yfir sumarið 1978 í Eyjum en dvölin varð styttri þegar Moyes bauðst samningur hjá Celtic í Skotlandi. „Fyrsta reynsla Moyes hjá alvöru liði var í Vestmannaeyjum, blautum og vindasömum fiskibæ undan suðurströnd Íslands. Þar eru lundarnir fleiri en íbúarnir fimm þúsund og eldfjall gnæfir yfir húsakynnum fólksins." Fimmtán ára mætti Moyes til Vestmannaeyja en það var Ólafur Jónsson sem hýsti Moyes á meðan á dvöl hans hér stóð. Ólafur fór árlega með hóp ungra Eyjapeyja til Skotlands til æfinga þar sem hann kynntist föður Moyes, David eldri.Nordicphotos/Getty„Hann var leiðtogi á vellinum. Ég sá það strax þá. Hann var strákur en alltaf fremstur meðal jafningja. Hann var alltaf fyrstur," segir Ólafur sem ber Moyes afar vel söguna. „Hann var hluti af fjölskyldunni," segir Ólafur sem skellir upp úr þegar ræðir um matarvenjur Skotans. „Ég held að hann hafi ekki kunnað neitt sérstaklega vel við matinn enda var fiskur nánast í hvert mál," segir Ólafur. Moyes hafi þó verið kurteis og alltaf borðað það sem stóð til boða.Viðtalið við Ólaf má sjá hér. Leikur Manchester United og Wigan um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn hefst klukkan 12.45. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira