Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið 5. ágúst 2013 14:00 Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sjónarvottar segja að svo virðist sem vélin hafi gert tilraun til að lenda á brautinni með þeim afleiðingum að tveir létust og þriðji maðurinn sem var um borð slasaðist. Flugvélin gjöreyðilagðist þegar hún skall niður og dreifðist brakið um stórt svæði. Vélin, TF MYX, sem er sjúkraflugvél frá Mýflugi, hafði hætt við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu áður og var að að fljúga hring um völlinn fyrir annað aðflug, að því er segir í tilkynningu frá Mýflugi. Vélin var að koma úr sjúkraflugi þegar slysið varð og um borð voru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.Hér má sjá kort frá Akureyri þar sem flugvélin brotlenti.Uppfært klukkan 17.28 Um borð i flugvélinni sem fórst hjá kvartmílubrautinni í nágrenni Akureyrar á öðrum tímanum í dag voru flugstjórim flugmaður og sjúkraflutningamaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mýflugi. Flugvélin var á leið heim úr sjúkraflugi. Flugvélin hafði hætt við lendingu skömmu áður og var að fljúga hring um flugvöllinn fyrir annað aðflug. Fjöldi vitna varð að slysinu. Fram kemur í tilkynningunni að hugur starfsfólks Mýflugs sé hjá aðstandendum og vill fyrirtækið biðja þá sem hafa upplýsingar að snúa sér til rannsóknarnefndar samgönguslysa en ekki láta slíkar upplýsingar á samfélagsmiðla eða til óviðkomandi. Samráðshópur vegna slyssins verður í starfsstöð félagsins í skýli 13 á Akureyrarflugvelli. Í tilkynningu Mýflugs kemur fram að markmið félagsins séu: 1. Að hlúa að aðstandendum og starfsfólki 2. Aðstoða yfirvöld við rannsókn slyssins 3. Koma réttum upplýsingum út til almennings eins fljótt og auðið er. 4. Tryggja sjúkraflugsþjónustu. Engu verður til sparað til að þessi markmið nái fram að ganga.Hluti af braki flugvélarinnar á slysstað í dag.MYND/BALDVIN ÞEYRUppfært klukkan 16.10 Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að Viðbragðsaðilar séu enn við störf á vettvangi og er fólk beðið að virða lokanir. Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur lokið störfum. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju. Þeir sem telja sig þurfa á sálrænum stuðningi að halda vegna slyssins geta leitað þangað.Uppfært klukkan 15.54 Tveir létust í flugslysinu á Akureyri í dag. Þetta staðfesti lögregla í samtali við Fréttastofu rétt í þessu. Þriðji maðurinn liggur á sjúkrahúsi, en hann er ekki alvarlega slasaður. Tildrög slyssins eru enn óljós.Rauði krossinn var með fjöldahjálparaðstoð í Glerárkirkju, en þar sóttu um 70 manns áfallahjálp.MYND/BENEDIKT H. SIGURGEIRSSONUppfært klukkan 15.11Mýflug hf sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að flugvél félagsins, TF-MYX, hafi farist á öðrum tímanum í dag í nágrenni Akureyrar við kvartmílubrautina í Hlíðarfjalli. Vélin var á leið heim úr sjúkraflugi. Vélin brotlenti við endann á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akureyrar en keppni í götuspyrnu átti að hefjast þar klukkan tvö og því varð mikill fjöldi fólks vitni að slysinu. Björgunarlið er enn á vettvangi við störf. Rannsóknarnefnd samgögnuslysa er á leið á staðinn. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju.Uppfært klukkan14.40Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar hafa þeir sem voru í vélinni verið fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þeir eru alvarlega slasaðir. Flugvélin er gerónýt.Brak flugvélarinnar dreifðist yfir stórt svæði.MYND/BALDVIN ÞEYRUppfært klukkan 14.20Í tilkynningu sem Almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu segir að Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hafi verið virkjuð klukkan 13:30 vegna flugvélar sem brotlenti á Hliðarfjallssvegi við Akureyri. Björgunarlið hefur verið virkjað samkvæmt flugslysaáætlun Akureyrarflugvallar. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á staðinn.Frétt klukkan 14.00Eldur var um tíma laus í vélinni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er slysið mjög alvarlegt. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið sett í gang hjá Almannavörnum. Allt tiltækt lið lögreglu, slökkviliðs og björgunarmanna hefur verið sent á vettvang og eru björgunaraðgerðir í fullum gangi. Að sögn sjónarvotta er vélin mikið skemmd. Lögreglan hefur nú girt svæðið af. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sjónarvottar segja að svo virðist sem vélin hafi gert tilraun til að lenda á brautinni með þeim afleiðingum að tveir létust og þriðji maðurinn sem var um borð slasaðist. Flugvélin gjöreyðilagðist þegar hún skall niður og dreifðist brakið um stórt svæði. Vélin, TF MYX, sem er sjúkraflugvél frá Mýflugi, hafði hætt við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu áður og var að að fljúga hring um völlinn fyrir annað aðflug, að því er segir í tilkynningu frá Mýflugi. Vélin var að koma úr sjúkraflugi þegar slysið varð og um borð voru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.Hér má sjá kort frá Akureyri þar sem flugvélin brotlenti.Uppfært klukkan 17.28 Um borð i flugvélinni sem fórst hjá kvartmílubrautinni í nágrenni Akureyrar á öðrum tímanum í dag voru flugstjórim flugmaður og sjúkraflutningamaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mýflugi. Flugvélin var á leið heim úr sjúkraflugi. Flugvélin hafði hætt við lendingu skömmu áður og var að fljúga hring um flugvöllinn fyrir annað aðflug. Fjöldi vitna varð að slysinu. Fram kemur í tilkynningunni að hugur starfsfólks Mýflugs sé hjá aðstandendum og vill fyrirtækið biðja þá sem hafa upplýsingar að snúa sér til rannsóknarnefndar samgönguslysa en ekki láta slíkar upplýsingar á samfélagsmiðla eða til óviðkomandi. Samráðshópur vegna slyssins verður í starfsstöð félagsins í skýli 13 á Akureyrarflugvelli. Í tilkynningu Mýflugs kemur fram að markmið félagsins séu: 1. Að hlúa að aðstandendum og starfsfólki 2. Aðstoða yfirvöld við rannsókn slyssins 3. Koma réttum upplýsingum út til almennings eins fljótt og auðið er. 4. Tryggja sjúkraflugsþjónustu. Engu verður til sparað til að þessi markmið nái fram að ganga.Hluti af braki flugvélarinnar á slysstað í dag.MYND/BALDVIN ÞEYRUppfært klukkan 16.10 Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að Viðbragðsaðilar séu enn við störf á vettvangi og er fólk beðið að virða lokanir. Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur lokið störfum. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju. Þeir sem telja sig þurfa á sálrænum stuðningi að halda vegna slyssins geta leitað þangað.Uppfært klukkan 15.54 Tveir létust í flugslysinu á Akureyri í dag. Þetta staðfesti lögregla í samtali við Fréttastofu rétt í þessu. Þriðji maðurinn liggur á sjúkrahúsi, en hann er ekki alvarlega slasaður. Tildrög slyssins eru enn óljós.Rauði krossinn var með fjöldahjálparaðstoð í Glerárkirkju, en þar sóttu um 70 manns áfallahjálp.MYND/BENEDIKT H. SIGURGEIRSSONUppfært klukkan 15.11Mýflug hf sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að flugvél félagsins, TF-MYX, hafi farist á öðrum tímanum í dag í nágrenni Akureyrar við kvartmílubrautina í Hlíðarfjalli. Vélin var á leið heim úr sjúkraflugi. Vélin brotlenti við endann á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akureyrar en keppni í götuspyrnu átti að hefjast þar klukkan tvö og því varð mikill fjöldi fólks vitni að slysinu. Björgunarlið er enn á vettvangi við störf. Rannsóknarnefnd samgögnuslysa er á leið á staðinn. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju.Uppfært klukkan14.40Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar hafa þeir sem voru í vélinni verið fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þeir eru alvarlega slasaðir. Flugvélin er gerónýt.Brak flugvélarinnar dreifðist yfir stórt svæði.MYND/BALDVIN ÞEYRUppfært klukkan 14.20Í tilkynningu sem Almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu segir að Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hafi verið virkjuð klukkan 13:30 vegna flugvélar sem brotlenti á Hliðarfjallssvegi við Akureyri. Björgunarlið hefur verið virkjað samkvæmt flugslysaáætlun Akureyrarflugvallar. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á staðinn.Frétt klukkan 14.00Eldur var um tíma laus í vélinni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er slysið mjög alvarlegt. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið sett í gang hjá Almannavörnum. Allt tiltækt lið lögreglu, slökkviliðs og björgunarmanna hefur verið sent á vettvang og eru björgunaraðgerðir í fullum gangi. Að sögn sjónarvotta er vélin mikið skemmd. Lögreglan hefur nú girt svæðið af.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira