Aron Teitsson og Fanney Hauksdóttir úr Gróttu fengu óvænt bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu í Rússlandi.
Aron og Fanney höfnuðu í fjórða sæti í flokkum sínum á mótinu sem fram fór fyrr í sumar. Aron í klassískum kraftlyftingum en Fanney í bekkpressu. Nú nokkrum vikum síðar kom í ljós að sigurvegarar beggja flokka féllu á lyfjaprófi. Íslensku keppendurnir færðust því upp um eitt sæti og fengu síðbúin bronsverðlaun sín á dögunum.
„Þetta er glæsilegur árangur hjá þessu frábæra keppnisfólki, en leitt að þau hafi ekki fengið að njóta þess að stíga á verðlaunapallinn á sjálfu mótinu,“ segir í frétt á heimasíðu Gróttu.
Fall á lyfjaprófi setti Gróttufólk í verðlaunasæti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn





Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn

