Freyr tekur við kvennalandsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2013 13:18 Freyr Alexandersson. Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi karlalandsins í dag. Freyr er þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í karlaboltanum en var áður þjálfari hjá kvennaliði Vals. Freyr mun áfram stýra Leikni samhliða því að þjálfa kvennalandsliðiðið. Samningur Freys nær til tveggja ára eða fram yfir lokakeppni HM í Kanada árið 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppninni í lok september. Heimir Hallgrímsson verður aðstoðarmaður hans í þeim leik. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Þorlákur Árnason hefði verið fyrsti kostur í starfið. Þorlákur gaf KSÍ hins vegar afsvar. Freyr var næsti kostur og tekur nú að sér hið metnaðarfulla verkefni að koma stelpunum okkar í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti. Freyr sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að það yrði ekki vandamál að stýra tveimur liðum á sama tíma. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, lýsir ánægju sinni með ráðningunni á Frey á Twitter. Elísabet var ein þeirra sem sterklega var orðuð við stöðuna.Freyr, sem er 31 árs gamall (fæddur 1982), hóf þjálfaramenntun sína tiltölulega ungur og lauk fyrsta stigi hjá KSÍ árið 2005. Hann lauk KSÍ-A gráðu í þjálfaramenntun árið 2009, og er það hæsta gráða sem veitt er á Íslandi. Breiðholtið í Reykjavík eru æskustöðvar Freys, sem lék með Leikni upp alla yngri flokka og á hann jafnframt að baki alls 81 leik í Íslandsmóti og bikarkeppni með meistaraflokki liðsins. Þjálfaraferillinn hófst einmitt hjá Leikni, þar sem hann þjálfaði yngri flokka, áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val árið 2008 ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og var svo einn með liðið árin 2010 og 2011. Á þessum tíma vann Valur fimm stóra titla, Íslandsmeistaratitilinn öll árin þrjú og bikarmeistaratitilinn 2009 og 2010, auk þess sem Freyr var kosinn þjálfari ársins öll árin af sérstakri valnefnd (fyrsta árið ásamt Elísabetu). Keppnistímabilið 2011 og 2012 var Freyr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val, en fyrir tímabilið 2013 hélt hann á æskuslóðirnar og tók við aðalþjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni ásamt Davíð Snorra Jónassyni, og mun hann halda því starfi áfram. Nánari upplýsingar um Frey og úrslitakeppni HM 2015, þar sem átta Evrópuþjóðir verða á meðal 24 þátttökuþjóða, má finna á heimasíðu KSÍ.Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, er ánægð með tíðindi dagsins ef marka má Twitter-færslu hennar. Dagný spilaði undir stjórn Freys hjá Val. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi karlalandsins í dag. Freyr er þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í karlaboltanum en var áður þjálfari hjá kvennaliði Vals. Freyr mun áfram stýra Leikni samhliða því að þjálfa kvennalandsliðiðið. Samningur Freys nær til tveggja ára eða fram yfir lokakeppni HM í Kanada árið 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppninni í lok september. Heimir Hallgrímsson verður aðstoðarmaður hans í þeim leik. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Þorlákur Árnason hefði verið fyrsti kostur í starfið. Þorlákur gaf KSÍ hins vegar afsvar. Freyr var næsti kostur og tekur nú að sér hið metnaðarfulla verkefni að koma stelpunum okkar í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti. Freyr sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að það yrði ekki vandamál að stýra tveimur liðum á sama tíma. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, lýsir ánægju sinni með ráðningunni á Frey á Twitter. Elísabet var ein þeirra sem sterklega var orðuð við stöðuna.Freyr, sem er 31 árs gamall (fæddur 1982), hóf þjálfaramenntun sína tiltölulega ungur og lauk fyrsta stigi hjá KSÍ árið 2005. Hann lauk KSÍ-A gráðu í þjálfaramenntun árið 2009, og er það hæsta gráða sem veitt er á Íslandi. Breiðholtið í Reykjavík eru æskustöðvar Freys, sem lék með Leikni upp alla yngri flokka og á hann jafnframt að baki alls 81 leik í Íslandsmóti og bikarkeppni með meistaraflokki liðsins. Þjálfaraferillinn hófst einmitt hjá Leikni, þar sem hann þjálfaði yngri flokka, áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val árið 2008 ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og var svo einn með liðið árin 2010 og 2011. Á þessum tíma vann Valur fimm stóra titla, Íslandsmeistaratitilinn öll árin þrjú og bikarmeistaratitilinn 2009 og 2010, auk þess sem Freyr var kosinn þjálfari ársins öll árin af sérstakri valnefnd (fyrsta árið ásamt Elísabetu). Keppnistímabilið 2011 og 2012 var Freyr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val, en fyrir tímabilið 2013 hélt hann á æskuslóðirnar og tók við aðalþjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni ásamt Davíð Snorra Jónassyni, og mun hann halda því starfi áfram. Nánari upplýsingar um Frey og úrslitakeppni HM 2015, þar sem átta Evrópuþjóðir verða á meðal 24 þátttökuþjóða, má finna á heimasíðu KSÍ.Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, er ánægð með tíðindi dagsins ef marka má Twitter-færslu hennar. Dagný spilaði undir stjórn Freys hjá Val.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira