Mikil bílasala í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2013 14:00 BMW seldi 45% fleiri bíla í ágúst nú en í fyrra Hrópandi ósamræmi er í bílasölu í Evrópu og Bandaríkjunum þessi misserin. Á meðan salan í Evrópu nær sífellt nýjum lægðum er salan vestanhafs sívaxandi. Bílasala í ágúst í Bandaríkjunum var mjög mikil og hún gæti náð 16 milljónum bíla á þessu ári, sem er talsvert meira en spáð hafði verið við upphaf ársins. Margir bílaframleiðendur náðu frábærum árangri og juku gríðarlega við söluna miðað við ágúst í fyrra. Þannig seldust 45% fleiri BMW og Subaru bílar, 40% fleiri Jaguar/Land Rover bílar og 37% fleiri Buick og Cadillac. Japönsku framleiðendunum gekk almennt vel. Honda jók við sig um 29% og Mitsubishi um 28%, Mazda 26%, Nissan 24%, Lexus 23% og Toyota 22%. Síður gekk hjá þeim S-kóresku, en Hyundai náði samt 8% vexti og Kia 4%. Vöxtur Audi var 22%, Mercedes 15% og Porsche 10%. Stóru bandarísku framleiðendurnir GM, Ford og Chrysler náðu þokkalegum vexti, GM um 15% og Ford og Chrysler 12%. Aðeins voru tveir bílaframleiðendur sem upplifðu minni sölu í ágúst nú en í fyrra, þ.e. Volkswagen með 2% minni sölu og Volvo 12%. Stærsti bílasalinn í Bandaríkjunum í þessum nýliðna mánuði er sem fyrr General Motors með 275,847 bíla, Toyota í öðru með 231,537 og Ford með 221,270. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Hrópandi ósamræmi er í bílasölu í Evrópu og Bandaríkjunum þessi misserin. Á meðan salan í Evrópu nær sífellt nýjum lægðum er salan vestanhafs sívaxandi. Bílasala í ágúst í Bandaríkjunum var mjög mikil og hún gæti náð 16 milljónum bíla á þessu ári, sem er talsvert meira en spáð hafði verið við upphaf ársins. Margir bílaframleiðendur náðu frábærum árangri og juku gríðarlega við söluna miðað við ágúst í fyrra. Þannig seldust 45% fleiri BMW og Subaru bílar, 40% fleiri Jaguar/Land Rover bílar og 37% fleiri Buick og Cadillac. Japönsku framleiðendunum gekk almennt vel. Honda jók við sig um 29% og Mitsubishi um 28%, Mazda 26%, Nissan 24%, Lexus 23% og Toyota 22%. Síður gekk hjá þeim S-kóresku, en Hyundai náði samt 8% vexti og Kia 4%. Vöxtur Audi var 22%, Mercedes 15% og Porsche 10%. Stóru bandarísku framleiðendurnir GM, Ford og Chrysler náðu þokkalegum vexti, GM um 15% og Ford og Chrysler 12%. Aðeins voru tveir bílaframleiðendur sem upplifðu minni sölu í ágúst nú en í fyrra, þ.e. Volkswagen með 2% minni sölu og Volvo 12%. Stærsti bílasalinn í Bandaríkjunum í þessum nýliðna mánuði er sem fyrr General Motors með 275,847 bíla, Toyota í öðru með 231,537 og Ford með 221,270.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent