Lexus innkallar 369.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2013 10:30 Lexus RX 450h Lexus hefur innkallað um 200.000 Hybrid bíla vegna galla í tvinnaflskerfi þeirra. Einir 37.000 þeirra voru seldir í Evrópu og voru 121 þeirra seldir á Íslandi, allir af gerðinni Lexus RX 400h. Toyota á Íslandi hefur sent Neytendastofu tilkynningu um þessa innköllun og verður eigendum bílanna sent bréf þess efnis bráðlega. Bílgerðirnar sem um ræðir í heildarinnkölluninni eru Lexus RX400h, Lexus GS350 og Lexus IS350. Engin banaslys né önnur slys hafa orðið af völdum bilananna að sögn Toyota Motor Corp. Smárar í Hybrid kerfum bílanna eiga það til að ofhitna og við það stöðvast bílarnir. RX400h bílarnir voru framleiddir frá maí 2005 til júní 2011. Innköllun vegna Lexus GS350 og Lexus IS350, sem eru 169.000 talsins eru af öðrum ástæðum. Í þeim eiga boltar það til að gefa sig í vélarrými bílanna, en boltarnir tengja saman sveifarás þeirra og búnað með breytanlegri tímasetningu ventlanna. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent
Lexus hefur innkallað um 200.000 Hybrid bíla vegna galla í tvinnaflskerfi þeirra. Einir 37.000 þeirra voru seldir í Evrópu og voru 121 þeirra seldir á Íslandi, allir af gerðinni Lexus RX 400h. Toyota á Íslandi hefur sent Neytendastofu tilkynningu um þessa innköllun og verður eigendum bílanna sent bréf þess efnis bráðlega. Bílgerðirnar sem um ræðir í heildarinnkölluninni eru Lexus RX400h, Lexus GS350 og Lexus IS350. Engin banaslys né önnur slys hafa orðið af völdum bilananna að sögn Toyota Motor Corp. Smárar í Hybrid kerfum bílanna eiga það til að ofhitna og við það stöðvast bílarnir. RX400h bílarnir voru framleiddir frá maí 2005 til júní 2011. Innköllun vegna Lexus GS350 og Lexus IS350, sem eru 169.000 talsins eru af öðrum ástæðum. Í þeim eiga boltar það til að gefa sig í vélarrými bílanna, en boltarnir tengja saman sveifarás þeirra og búnað með breytanlegri tímasetningu ventlanna.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent