Kvikmyndastjörnur koma á laugardag Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 4. september 2013 20:00 Interstellar, ný kvikmynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan, verður að stórum hluta tekin upp hér á landi. Von er á leikurum og aðstandendum myndarinnar hingað til lands um helgina. Ísland hefur að undanförnu verið vinsæll tökustaður fyrir erlendar stórmyndir og sjónvarpsþætti, en í því samhengi má nefna Oblivion, Prometheus, Thor: The Dark World og Game of Thrones. Ekkert lát virðist vera á þessum vinsældum en samkvæmt umfjöllun kvikmyndavefsins Empire mun landið vera aðaltökustaður Interstellar sem er ný mynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan. Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, en í henni verða leikarar og aðstandendur myndarinnar. Leikaraliðið er ekki af verri endanum en Matt Damon, Anne Hathaway, Michael Caine, Jessica Chastain og Matthew McConaughey eru þar á meðal og hafa myndir birst af þeim tveimur síðastnefndu við tökur. Hér á landi verður myndin tekin upp við Kirkjubæjarklaustur, en mikil leynd hvílir yfir söguþræði hennar. Þó er vitað að hún á að gerast í framtíðinni þar sem korn er það eina sem hægt er að rækta. Vísindamenn halda því af stað í leiðangur til annara vídda í leit að öðrum nytjaplöntum til ræktunar. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Interstellar, ný kvikmynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan, verður að stórum hluta tekin upp hér á landi. Von er á leikurum og aðstandendum myndarinnar hingað til lands um helgina. Ísland hefur að undanförnu verið vinsæll tökustaður fyrir erlendar stórmyndir og sjónvarpsþætti, en í því samhengi má nefna Oblivion, Prometheus, Thor: The Dark World og Game of Thrones. Ekkert lát virðist vera á þessum vinsældum en samkvæmt umfjöllun kvikmyndavefsins Empire mun landið vera aðaltökustaður Interstellar sem er ný mynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan. Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, en í henni verða leikarar og aðstandendur myndarinnar. Leikaraliðið er ekki af verri endanum en Matt Damon, Anne Hathaway, Michael Caine, Jessica Chastain og Matthew McConaughey eru þar á meðal og hafa myndir birst af þeim tveimur síðastnefndu við tökur. Hér á landi verður myndin tekin upp við Kirkjubæjarklaustur, en mikil leynd hvílir yfir söguþræði hennar. Þó er vitað að hún á að gerast í framtíðinni þar sem korn er það eina sem hægt er að rækta. Vísindamenn halda því af stað í leiðangur til annara vídda í leit að öðrum nytjaplöntum til ræktunar.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein