Udo Kier er látinn Þýski leikarinn Udo Kier, sem lék í meira en 200 kvikmyndum á ferli sínum, er látinn, 81 árs að aldri. Kier var þekktur fyrir stingandi augnaráð sitt og lék gjarnan sérstæða karaktera eða illmenni. Bíó og sjónvarp 24.11.2025 12:02
Helga Margrét tekur við af Króla Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár. Bíó og sjónvarp 21.11.2025 15:27
Vonlaust í víkinni Ekki tekst að vekja nægilega spennu eða samúð hjá áhorfendum í spennutryllinum Víkinni, nýjustu kvikmynd Braga Þórs Hinrikssonar. Sagan er þunn, endurtekningasöm og stendur ekki undir lengd myndarinnar. Leikarar fá úr litlu að moða og það sem á að vera hræðilegt verður hálf kjánalegt. Gagnrýni 21.11.2025 07:06
Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Strákarnir sem léku aðalhlutverkin í kvikmyndinni Benjamín dúfu – þeir Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Cauthery, Sigfús Sturluson og Hjörleifur Björnsson – hittust í Smárabíói í kvöld þegar kvikmyndin var tekin til sýninga á ný, þrjátíu árum eftir frumsýningu árið 1995. Lífið 8. nóvember 2025 21:00
Íslenskur Taskmaster kemur í vor Íslensk útgáfa af hinum geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttum Taskmaster verður frumsýnd næsta vor. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Sýn og verður Ari Eldjárn þrautakóngur með Jóhann Alfreð Kristinsson sér til aðstoðar. Bíó og sjónvarp 7. nóvember 2025 08:00
Hannes í víking með gamansama glæpamynd Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og leikstjóri, mun leikstýra kvikmyndinni The Bus Job sem til stendur að taka upp á Íslandi og í Danmörku á næsta ári. Bíó og sjónvarp 6. nóvember 2025 16:09
Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, mun snúa aftur á stóra skjáinn í litlu hlutverki í nýrri bandarískri kvikmynd. Markle hefur ekki leikið síðan 2018 en hefur verið með kokkaþætti á Netflix. Bíó og sjónvarp 6. nóvember 2025 08:54
Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Nýútkomnu lögfræðiþættirnir All's Fair með Kim Kardashian í aðalhlutverki hafa fengið á baukinn hjá gagnrýnendum. Þáttunum hefur verið lýst sem glæpi gegn sjónvarpi og verstu dramaþáttum frá upphafi og fá þeir núll stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian. Bíó og sjónvarp 4. nóvember 2025 17:11
Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? Menning 3. nóvember 2025 11:31
Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Nafn Dóru Jóhannsdóttur, eins handritshöfundar sjónvarpsþáttanna Húsó, birtist ekki á skjám landsmanna þegar þættirnir voru sýndir á Rúv í byrjun árs. Né birtist dulnefni hennar, Hekla Hólm, sem hún hafði beðið um að stílað yrði á þættina. Lífið 3. nóvember 2025 07:32
Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í kvöld í Gamla bíói. Verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hafa ekki verið veitt frá árinu 2022 og því verða veitt verðlaun fyrir síðustu tvö sjónvarpsár að þessu sinni. Fréttamaður á staðnum segir fréttir frá framvindu kvöldsins í rauntíma. Bíó og sjónvarp 30. október 2025 19:00
Barnastjarna bráðkvödd Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air. Bíó og sjónvarp 30. október 2025 12:31
Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bandaríski leikarinn Chris Evans, þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Kaftein Ameríku, og eiginkona hans, portúgalska leikkonan Alba Baptista, eru orðnir foreldrar. Þau hafa reynt að halda sambandi sínu utan sviðsljóssins en fjölmiðlum áskotnaðist fæðingarvottorð nýfæddrar stúlkunnar. Bíó og sjónvarp 29. október 2025 11:47
Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Snjónum hefur kyngt niður í dag og stefndi lengi vel í að snjóstormur myndi ríða yfir í kvöld. Ekkert virðist ætla að verða af storminum en færðin er áfram illfær. Hvað er þá betra en að horfa á fólk sem innilokað vegna snjóstorms? Bíó og sjónvarp 28. október 2025 18:00
Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. Bíó og sjónvarp 28. október 2025 14:28
Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Leikkonan Prunella Scales, sem er þekktust fyrir að leika hótelstjórann Sybil Fawlty í bresku grínþáttunum Fawlty Towers, er látin, 93 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 28. október 2025 12:09
Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. Gagnrýni 28. október 2025 07:03
„Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Sænski leikarinn Björn Andrésen, sem varð heimsfrægur sem „fallegasti drengur í heimi“ þegar hann lék í kvikmyndinni Dauðinn í Feneyjum árið 1971, er látinn, 70 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 27. október 2025 16:23
„Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Janus Bragi Jakobsson uppgötvaði í netgrúski fyrir mörgum árum fjóra menn sem höfðu deilt lífi sínu í miklum mæli á Youtube og úr varð heimildarmyndin Paradís Amatörsins. Sjálfur er Janus nýfluttur með fjölskyldu sína á Þingeyri og undirbýr sig undir langan vetur. Bíó og sjónvarp 22. október 2025 10:06
Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21. október 2025 15:30
Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21. október 2025 12:30
Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið. Lífið 18. október 2025 20:37
Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr. Bíó og sjónvarp 17. október 2025 16:12
Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar. Innlent 16. október 2025 16:32