Akureyringurinn Halldór Helgason er einn af aðalbrettamönnum Nike og fer hann á kostum í myndinni, sem heitir Never Not.
Halldór leikur listir sínar meðal annars á götum Moskvu og á Akureyri.
Eitt svakalegasta atriði myndarinnar, sem hefur vakið verðskuldaða athygli, er einmitt þegar hann tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri.
Atriðið var tekið eftir að ofurhuginn Halldór brákaði hálslið í úrslitum X-Games í vor. Halldór lét það ekki á sig fá og lét sig vaða í flugið milli húsanna með stuðningskraga um hálsinn.
Hér fyrir neðan má sjá atriði Halldórs.