"Þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2013 16:50 Myndirnar birtust á netinu í morgun. „Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman." Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman."
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein