Svona hættulegur er Nurburgring Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 12:45 Mjög krefjandi er að aka Nurburgring akstursbrautina í Þýskalandi, með sínar 100 beygjur á 20 km langri braut. Ekki hjálpar til að á henni er gjarnan mikil umferð þeirra sem keypt hafa sig inná brautina til að aka þar eigin bílum. Margir verða þar ansi kappsamir og gefa ekkert eftir í akstri gegn öðrum bílum. Það hefur reynst mörgum skeinuhætt og kappsemin borið marga ofurliði. Það sést greinilega í þessu myndskeiði, er ökumaður BMW1 fer of hratt í beygju og missir við það stjórn á bílnum og fer í loftköstum eftir að aka á varnargirðingu. Ekki er líklegt að þeim bíl verði ekið mikið á næstunni, né heldur að eigandinn eigi von á því að tryggingar muni bera skaðann. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Mjög krefjandi er að aka Nurburgring akstursbrautina í Þýskalandi, með sínar 100 beygjur á 20 km langri braut. Ekki hjálpar til að á henni er gjarnan mikil umferð þeirra sem keypt hafa sig inná brautina til að aka þar eigin bílum. Margir verða þar ansi kappsamir og gefa ekkert eftir í akstri gegn öðrum bílum. Það hefur reynst mörgum skeinuhætt og kappsemin borið marga ofurliði. Það sést greinilega í þessu myndskeiði, er ökumaður BMW1 fer of hratt í beygju og missir við það stjórn á bílnum og fer í loftköstum eftir að aka á varnargirðingu. Ekki er líklegt að þeim bíl verði ekið mikið á næstunni, né heldur að eigandinn eigi von á því að tryggingar muni bera skaðann.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent