Nike er aðal styrktaraðili Halldórs en drengurinn hefur náð ótrúlegum árangri á sínum ferli á snjóbrettinu og er mjög vel þekktur í snjóbrettaheiminum.
Íþróttavöruframleiðandinn slóst í för með Halldóri fyrir norðan og var stökkið myndað í bak og fyrir.
„Ég hef verið að skoða möguleikann á þessu stökki í um þrjú ár,“ sagði Halldór Helgason, í viðtali við Nike.
„Mig hefur alltaf langað að reyna þetta stökk en var ekki viss um það hvort það væri mögulegt. Ég ákvað að lokum að láta loksins á það reyna, annars myndi ég aldrei gera það.“
Halldór meiddist illa þremur dögum fyrir stökkið og var mælt með því að hann myndi ekki fara á brettið í tvær vikur.
Hann fór ekki að ráðum læknisins var með hálskraga þegar hann sýndi þessi ótrúlegu tilþrif.
Hér má sjá myndband sem Nike gaf út á dögunum en í því er viðtal við Halldór og þetta magnaða stökk.
