Leikmaður Aftureldingar kýldi dómarann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 22:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Aðsend Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins. Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Sjá meira
Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins.
Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Sjá meira