Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Andri Þór Sturluson skrifar 4. október 2013 07:00 Það verða læti. Harmageddon hefur keypt fréttastofu Sannleikans, Sannleikurinn.com, að undangengnu samþykki Samkeppniseftirlits fyrir kaupunum. Haft er eftir mér, eigenda Sannleikans, að fyrirtækið átti erfitt með að halda fullum dampi í rekstrinum vegna áfengissýki starfsfólks. Þá er haft eftir Frosta Logasyni að Samkeppniseftirlitið hafi sett ákveðna fyrirvara við kaupin. Harmageddon mun reka fréttastofu Sannleikans en það verður bundið ákveðnum reglum. Mun Sannleikanum verða gert að vera grófari í fréttaflutningi sínum, hætta að fara mjúkum höndum um stjórnmálamenn, Jón Ásgeir og kirkjuna, auk þess að færa sig einnig út í netsjónvarp og útvarp. Má því gera ráð fyrir að fréttirnar á þessu skeri hætti að vera heilalaust barnaefni þar sem menn komast upp með að bulla í fréttamönnum, þar sem fréttatilkynningar frá stórfyrirtækjum og stofnunum eru birtar gagnrýnislaust og þar sem menn þora ekki að sauma að viðmælendum sínum af því þeir eru saman í saumaklúbb. Því mega ráðandi öflin í samfélaginu fara að vara sig því að Stundin Okkar í íslenskum fréttaflutningi er rétt að byrja. Harmageddon Mest lesið Mega konur hafa fantasíur? Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Stöðvaði tónleika til að gefa blindum aðdáenda trommukjuða Harmageddon
Harmageddon hefur keypt fréttastofu Sannleikans, Sannleikurinn.com, að undangengnu samþykki Samkeppniseftirlits fyrir kaupunum. Haft er eftir mér, eigenda Sannleikans, að fyrirtækið átti erfitt með að halda fullum dampi í rekstrinum vegna áfengissýki starfsfólks. Þá er haft eftir Frosta Logasyni að Samkeppniseftirlitið hafi sett ákveðna fyrirvara við kaupin. Harmageddon mun reka fréttastofu Sannleikans en það verður bundið ákveðnum reglum. Mun Sannleikanum verða gert að vera grófari í fréttaflutningi sínum, hætta að fara mjúkum höndum um stjórnmálamenn, Jón Ásgeir og kirkjuna, auk þess að færa sig einnig út í netsjónvarp og útvarp. Má því gera ráð fyrir að fréttirnar á þessu skeri hætti að vera heilalaust barnaefni þar sem menn komast upp með að bulla í fréttamönnum, þar sem fréttatilkynningar frá stórfyrirtækjum og stofnunum eru birtar gagnrýnislaust og þar sem menn þora ekki að sauma að viðmælendum sínum af því þeir eru saman í saumaklúbb. Því mega ráðandi öflin í samfélaginu fara að vara sig því að Stundin Okkar í íslenskum fréttaflutningi er rétt að byrja.
Harmageddon Mest lesið Mega konur hafa fantasíur? Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Stöðvaði tónleika til að gefa blindum aðdáenda trommukjuða Harmageddon