Stærsti vörubíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 13:15 Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent