Vertu meistari í þér - alltaf Aníta Sigurbergsdóttir skrifar 2. október 2013 14:15 Aníta skrifar vikulega pistla á Lífið. Nú tek ég þetta alla leið. Meistaramánuður genginn í garð og ég ætla að taka út allan hvítan sykur, ger hveiti og glúten. Svo er ég búin að skrá mig á LKL námskeið, kaupa bókina og fyrsti dagurinn í detoxi í dag. Nú verður sko djúsað fyrir allan peninginn enda þarf ágætis magn til að skola öllu maca, chia og lucuma draslinu niður þrátt fyrir hörfræolíuna. Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Er ekki kominn tími til að hætta þessu öfgafulla kúrastandi og taka upp holla og heilbrigða lífshætti til frambúðar? Meistaramánuð er svo sannarlega hægt að nýta til að dusta rykið af markmiðunum, fara út fyrir þægindahringinn og hrista af sér hversdagsslenið, en hvað gerist?Í stað þess að að virkja þessa jákvæðu hvatningu sem bensín undir draumana, fara mörg okkar hina leiðina og herða kverkatakið í enn einu heilsuátakinu sem er í raun, ekkert annað en hin bannfærða megrun í dulargerfi. Að vera meistari þýðir að vera bestur á meðal jafningja og hver er betri í mér en ég? Ég ætla að nýta meistaramánuðinn sem áminningu um að vera sjálfri mér best. Ef þú ætlar að halda heilsuátakinu til streitu þá legg ég til, svona áður en þú dettur í eineltishegðun gagnvart sjálfinu, að heimsækja þinn innri mann og kanna, með neðangreint til hliðsjónar, hvort markmiðin sem þú settir séu í raun það besta fyrir þig.Það fyrsta er að setja saman framtíðarmynd af þínu daglega formi Skrifaðu fyrirsögnina „ég er..“ og lýstu því hvernig þér líður eins og þú sért nú þegar í þínu uppáhalds daglega formi (þá á ég við form sem raunhæft er að vera í frá degi til dags). Sem dæmi þá er mín svona: „Ég er heilbrigð, hraust og kvenleg. Ég er í jafnvægi, full af krafti, lífsorku og eldmóð sem gerir mér kleift að sinna öllum mínum áhugamál, hugðarefnum og skyldum.Síðan er að kanna hvað þetta þýðir í raun Skrifaðu fyrirsögnina „mitt upphálds daglega form er..“ og klára setninguna með lýsingu á framtíðarmynd þinni. Sem dæmi þá er mín lýsing: „Að vera sterk svo ég geti gert það sem ég vil en vera þó ekki með áberandi vöðva. Að vera mjúk en samt ekki feit (samkvæmt minni eigin skilgreiningu, takk fyrir), full af krafti og lífsorku og með góða tengingu milli líkama og sálar.Þriðja er að búa til lista yfir allt þú elskar Skrifaðu niður allt sem þú elskar við mat og matargerð og einnig allt sem flokkast getur undir líkamlega áreynslu. Virkjaðu ímyndunaraflið og hugsaðu um hreyfingu svo sem garðyrkju, dans, heimilisframkvæmdir eða kelerí.Líttu eftir samnefnara eða þema; hvernig týpa ert þú? Ert þú hópsál eða einfari, keppnistýpa eða munúðarfullur mjaðmahnykkjari? Ef þú elskar að elda þá ert þú í góðum málum og skellir þér í tilraunamennsku. Ef þú elskar að borða ert þú í góðum málum líka og ferð að njóta alvöru matar beint frá náttúrunni.Fjórða er að skrifa lista yfir allt sem þig langar til að prófa Hvaða reglulega líkamsrækt gæti mögulega tengst þínum samnefnara? Þú ert ekki glötuð sál þó þér leiðast hlaup eða cross-fit. Skoðaðu tímatöflur stöðvanna og þau fjölmörgu námskeið sem eru í boði. Athugaðu hvort þú finnir eitthvað sem vekur upp svipaðar tilfinningar og áhugamálin gera. Taktu ábyrgð á heilsunni, njóttu lífsins og elskaðu allt sem þú gerir. Gefðu þér frelsi til að gera tilraunir og nýta alla prufutíma sem í boði eru. Þumalputtareglan er; prófaðu einu sinni og hættu strax ef þetta er alls ekki fyrir þig. Ekki pína þig. Gefðu því mánuð ef þú ert ekki viss og hafðu nýja hugmynd tilbúna til prufukeyrslu áður en mánuðurinn er úti. Njóttu alvöru matar, slepptu draslinu og gæddu þér á köku með góðri samvisku. Settu þér markmið af kærleika í eigin garð og vertu meistari í þér, alltaf. Þeim sem hafa hug á að vinna með mér og eru tilbúnir að opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta frían 15 mín mátunartíma á https://AnitaSig.com/bookings. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com Post by Lífið á Visir.is. Meistaramánuður Tengdar fréttir Er kynorkan dofin - eða jafnvel týnd? Hættu að hlaupa, líttu upp og opnaðu augun. 23. september 2013 17:15 Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Nú tek ég þetta alla leið. Meistaramánuður genginn í garð og ég ætla að taka út allan hvítan sykur, ger hveiti og glúten. Svo er ég búin að skrá mig á LKL námskeið, kaupa bókina og fyrsti dagurinn í detoxi í dag. Nú verður sko djúsað fyrir allan peninginn enda þarf ágætis magn til að skola öllu maca, chia og lucuma draslinu niður þrátt fyrir hörfræolíuna. Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Er ekki kominn tími til að hætta þessu öfgafulla kúrastandi og taka upp holla og heilbrigða lífshætti til frambúðar? Meistaramánuð er svo sannarlega hægt að nýta til að dusta rykið af markmiðunum, fara út fyrir þægindahringinn og hrista af sér hversdagsslenið, en hvað gerist?Í stað þess að að virkja þessa jákvæðu hvatningu sem bensín undir draumana, fara mörg okkar hina leiðina og herða kverkatakið í enn einu heilsuátakinu sem er í raun, ekkert annað en hin bannfærða megrun í dulargerfi. Að vera meistari þýðir að vera bestur á meðal jafningja og hver er betri í mér en ég? Ég ætla að nýta meistaramánuðinn sem áminningu um að vera sjálfri mér best. Ef þú ætlar að halda heilsuátakinu til streitu þá legg ég til, svona áður en þú dettur í eineltishegðun gagnvart sjálfinu, að heimsækja þinn innri mann og kanna, með neðangreint til hliðsjónar, hvort markmiðin sem þú settir séu í raun það besta fyrir þig.Það fyrsta er að setja saman framtíðarmynd af þínu daglega formi Skrifaðu fyrirsögnina „ég er..“ og lýstu því hvernig þér líður eins og þú sért nú þegar í þínu uppáhalds daglega formi (þá á ég við form sem raunhæft er að vera í frá degi til dags). Sem dæmi þá er mín svona: „Ég er heilbrigð, hraust og kvenleg. Ég er í jafnvægi, full af krafti, lífsorku og eldmóð sem gerir mér kleift að sinna öllum mínum áhugamál, hugðarefnum og skyldum.Síðan er að kanna hvað þetta þýðir í raun Skrifaðu fyrirsögnina „mitt upphálds daglega form er..“ og klára setninguna með lýsingu á framtíðarmynd þinni. Sem dæmi þá er mín lýsing: „Að vera sterk svo ég geti gert það sem ég vil en vera þó ekki með áberandi vöðva. Að vera mjúk en samt ekki feit (samkvæmt minni eigin skilgreiningu, takk fyrir), full af krafti og lífsorku og með góða tengingu milli líkama og sálar.Þriðja er að búa til lista yfir allt þú elskar Skrifaðu niður allt sem þú elskar við mat og matargerð og einnig allt sem flokkast getur undir líkamlega áreynslu. Virkjaðu ímyndunaraflið og hugsaðu um hreyfingu svo sem garðyrkju, dans, heimilisframkvæmdir eða kelerí.Líttu eftir samnefnara eða þema; hvernig týpa ert þú? Ert þú hópsál eða einfari, keppnistýpa eða munúðarfullur mjaðmahnykkjari? Ef þú elskar að elda þá ert þú í góðum málum og skellir þér í tilraunamennsku. Ef þú elskar að borða ert þú í góðum málum líka og ferð að njóta alvöru matar beint frá náttúrunni.Fjórða er að skrifa lista yfir allt sem þig langar til að prófa Hvaða reglulega líkamsrækt gæti mögulega tengst þínum samnefnara? Þú ert ekki glötuð sál þó þér leiðast hlaup eða cross-fit. Skoðaðu tímatöflur stöðvanna og þau fjölmörgu námskeið sem eru í boði. Athugaðu hvort þú finnir eitthvað sem vekur upp svipaðar tilfinningar og áhugamálin gera. Taktu ábyrgð á heilsunni, njóttu lífsins og elskaðu allt sem þú gerir. Gefðu þér frelsi til að gera tilraunir og nýta alla prufutíma sem í boði eru. Þumalputtareglan er; prófaðu einu sinni og hættu strax ef þetta er alls ekki fyrir þig. Ekki pína þig. Gefðu því mánuð ef þú ert ekki viss og hafðu nýja hugmynd tilbúna til prufukeyrslu áður en mánuðurinn er úti. Njóttu alvöru matar, slepptu draslinu og gæddu þér á köku með góðri samvisku. Settu þér markmið af kærleika í eigin garð og vertu meistari í þér, alltaf. Þeim sem hafa hug á að vinna með mér og eru tilbúnir að opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta frían 15 mín mátunartíma á https://AnitaSig.com/bookings. Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com Post by Lífið á Visir.is.
Meistaramánuður Tengdar fréttir Er kynorkan dofin - eða jafnvel týnd? Hættu að hlaupa, líttu upp og opnaðu augun. 23. september 2013 17:15 Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Er kynorkan dofin - eða jafnvel týnd? Hættu að hlaupa, líttu upp og opnaðu augun. 23. september 2013 17:15
Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00