Toyota áfram verðmætasta bílamerkið Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2013 12:45 Toyota er í 10. sæti, en Apple í því efsta. Toyota er tíunda verðmætasta fyrirtæki heims, eins og í fyrra, samkvæmt lista Interbrand sem birtur er á hverju ári. Þýsku bílasmiðirnir Mercedes Benz og BMW eru í 11. og 12. sæti listans. Næstu bílafyrirtæki þar á eftir eru svo Honda í 20. sæti og hækkar um 1 sæti, Volkswagen í 34. sæti og hækkar um 5, Ford í 42. sæti og hækkar um 3, Hyundai í 43. sæti og hækkar um 10, Audi í 51. Sæti og hækkar um 4, Porsche í 64. sæti og hækkar um 4 og Nissan í 65. sæti og hækkar um 8. Í ellefta sæti bílaframleiðenda kemur svo Kia í 83. sæti og hækkar um 4 og Ferrari í 98. sæti og hækkar um 1. Önnur bílafyrirtæki komust ekki á lista hundrað efstu fyrirtækja heims. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Toyota er tíunda verðmætasta fyrirtæki heims, eins og í fyrra, samkvæmt lista Interbrand sem birtur er á hverju ári. Þýsku bílasmiðirnir Mercedes Benz og BMW eru í 11. og 12. sæti listans. Næstu bílafyrirtæki þar á eftir eru svo Honda í 20. sæti og hækkar um 1 sæti, Volkswagen í 34. sæti og hækkar um 5, Ford í 42. sæti og hækkar um 3, Hyundai í 43. sæti og hækkar um 10, Audi í 51. Sæti og hækkar um 4, Porsche í 64. sæti og hækkar um 4 og Nissan í 65. sæti og hækkar um 8. Í ellefta sæti bílaframleiðenda kemur svo Kia í 83. sæti og hækkar um 4 og Ferrari í 98. sæti og hækkar um 1. Önnur bílafyrirtæki komust ekki á lista hundrað efstu fyrirtækja heims.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent