Pólverjar kaupa íslenskar gærur og selja þær svo aftur til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2013 19:16 Einn stærsti kaupandi íslenskra lambaskinna í útlöndum vinnur úr gærunum í verksmiðju í Póllandi og selur hluta þeirra svo aftur til Íslands sem fullunna vöru. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar var sláturhús Norðlenska á Húsavík heimsótt. Í sláturtíðinni í haust fellur til á öllu landinu um hálf milljón gæra af íslenskum lömbum og eru um 90 prósent þeirra fluttar úr landi. Sjötta hvert skinn kemur frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, segir að prýðilega hafi gengið að selja skinnin og megnið sé selt. Hann segir verðið þó hafa lækkað vegna efnahagsþrenginga í Evrópu. Fyrir gæruna fást um níuhundruð krónur og má áætla að útflutningsverðmætið nemi um 400 milljónum króna. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá pólska skinnkaupmenn skoða afurðirnar. Þeir eru frá fyrirtækinu Anet sem kaupir um fjórðung íslenskra lambaskinna og vinnur úr þeim í verksmiðju sinni í Suður-Póllandi. Aneta Bednarczuk, frá Anet-leðurvörum í Póllandi, segir þau hafa undanfarin 20 ár keypt íslenskar gærur og það eru sérkenni hennar sem heilla. „Allt öðruvísi ull, mjög góðir eiginleikar, sérstaklega fyrir skreytingar. Ullin er mjög löng og mjúk. Fólk er mjög hrifið,“ segir Aneta í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Nýsjálenskar, ástralskar, pólskar og þýskar gærur eru allt öðruvísi, öðruvísi á litinn, önnur lengd og önnur mýkt, allt er öðruvísi.“Aneta Bednarczuk, skinnkaupmaður frá Póllandi, skoðar gærur á Húsavík, í fylgd Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Aneta og samstarfsmenn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að heimsækja öll sláturhús landsins, en hún segist koma annaðhvert ár til Íslands. Á heimasíðu fyrirtækis hennar má sjá dæmi um vörunar sem þau gera úr íslenskum gærum en það vakti athygli okkar að þau segjast selja hluta framleiðslunnar aftur til Íslands, í ferðamannaverslanir víða um land. Spurð hvort það hljómi ekki einkennilega, að flytja þær til Póllands og svo aftur til Íslands, svarar Aneta: „Einmitt, en þetta eru góð viðskipti og ég er þakklát fyrir þau.“ Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Einn stærsti kaupandi íslenskra lambaskinna í útlöndum vinnur úr gærunum í verksmiðju í Póllandi og selur hluta þeirra svo aftur til Íslands sem fullunna vöru. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar var sláturhús Norðlenska á Húsavík heimsótt. Í sláturtíðinni í haust fellur til á öllu landinu um hálf milljón gæra af íslenskum lömbum og eru um 90 prósent þeirra fluttar úr landi. Sjötta hvert skinn kemur frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, segir að prýðilega hafi gengið að selja skinnin og megnið sé selt. Hann segir verðið þó hafa lækkað vegna efnahagsþrenginga í Evrópu. Fyrir gæruna fást um níuhundruð krónur og má áætla að útflutningsverðmætið nemi um 400 milljónum króna. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá pólska skinnkaupmenn skoða afurðirnar. Þeir eru frá fyrirtækinu Anet sem kaupir um fjórðung íslenskra lambaskinna og vinnur úr þeim í verksmiðju sinni í Suður-Póllandi. Aneta Bednarczuk, frá Anet-leðurvörum í Póllandi, segir þau hafa undanfarin 20 ár keypt íslenskar gærur og það eru sérkenni hennar sem heilla. „Allt öðruvísi ull, mjög góðir eiginleikar, sérstaklega fyrir skreytingar. Ullin er mjög löng og mjúk. Fólk er mjög hrifið,“ segir Aneta í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Nýsjálenskar, ástralskar, pólskar og þýskar gærur eru allt öðruvísi, öðruvísi á litinn, önnur lengd og önnur mýkt, allt er öðruvísi.“Aneta Bednarczuk, skinnkaupmaður frá Póllandi, skoðar gærur á Húsavík, í fylgd Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Aneta og samstarfsmenn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að heimsækja öll sláturhús landsins, en hún segist koma annaðhvert ár til Íslands. Á heimasíðu fyrirtækis hennar má sjá dæmi um vörunar sem þau gera úr íslenskum gærum en það vakti athygli okkar að þau segjast selja hluta framleiðslunnar aftur til Íslands, í ferðamannaverslanir víða um land. Spurð hvort það hljómi ekki einkennilega, að flytja þær til Póllands og svo aftur til Íslands, svarar Aneta: „Einmitt, en þetta eru góð viðskipti og ég er þakklát fyrir þau.“
Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira