Stígvélatrend vetrarins eru upphá leðurstígvél.Vogue UK
Eitt af tískubólunum í ár eru leðurstígvél sem ná upp fyrir hnén og mátti sjá ýmsar útgáfur af skótrendinu á tískupöllunum í byrjun árs.
Pattra Sriyanonge, bloggari á Trendnet.is er heilluð af þessu trendi og tók saman nokkrar myndir á blogginu sínu.
Rússkinnsstígvél með hæl við munstraða buxnadragt úr myndaþætti úr breska Vogue.
Fyrirsætan Miranda Kerr tók sig vel út í uppháum stígvélum.
"Nú má haustið koma því að þessi stígvél verða mínir bestu vinir, úr H&M Fall Collection’13. Mér finnst fallegt að klæðast svona uppháum stígvélum með berum leggjum ef það er gert rétt og smekklega, vitanlega," skrifar Pattra á bloggi sínu.