Murakami talinn líklegastur til að hreppa Nóbelinn Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2013 07:33 Enn er Dylan nefndur sem kandídat til bókmenntaverðlauna Nóbels. En, reglur Alfreðs Nóbels vinna líklega gegn Dylan. AP Tilkynnt verður um það í dag hver hreppir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Greint verður frá sigurvegaranum klukkan ellefu að íslenskum tíma.Veðbankar telja líklegast að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami verði fyrir valinu en þar á eftir koma skáldkonurnar Alice Munroe frá Kanada og Svetlana Aleksijevitj frá Hvíta-Rússlandi. Illugi Jökulsson rithöfundur er mikill áhugamaður um þessi verðlaun eins og reyndar flestir Íslendingar, enda er það rækilega brennimerkt í þjóðarsálina það þegar Halldór Laxness hlaut verðlaunin árið 1955. Illugi hefur efnt til umræðna á Facebooksíðu sinni. „Eins og venjulega veðja ég á Bob Dylan, þótt Adonis eða Murakami séu öruggari kostir,“ segir Illugi. Og það er rétt hjá Illuga, samkvæmt stuðli hér er 1 á móti 50 að Dylan verði fyrir valinu að þessu sinni. Páll Valsson bókmenntafræðingur bendir á í athugasemd að það komi skýrt fram í fyrirmælum Alfreðs Nóbels að eitt þeirra atriða sem nefndin á að gera sé að vekja athygli á góðum bókmenntum. „Þess vegna fá þetta stundum höfundar sem eru lítt þekktir. Og þess vegna notar nefndin greinilega þau rök að tiltekinn höfundur sé það þekktur að hann þurfi ekki á þessum verðlaunum að halda - og mætti nota á Dylan þótt hann verðskuldi þau svo sannarlega sem einn áhrifamesti listamaður síðustu aldar," segir Páll sem spáir því að Joyce Carol Oates fái verðlaunin.Hér getur að líta greinargóðan lista yfir þá sem hreppt hafa Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í gegnum tíðina. Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Tilkynnt verður um það í dag hver hreppir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Greint verður frá sigurvegaranum klukkan ellefu að íslenskum tíma.Veðbankar telja líklegast að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami verði fyrir valinu en þar á eftir koma skáldkonurnar Alice Munroe frá Kanada og Svetlana Aleksijevitj frá Hvíta-Rússlandi. Illugi Jökulsson rithöfundur er mikill áhugamaður um þessi verðlaun eins og reyndar flestir Íslendingar, enda er það rækilega brennimerkt í þjóðarsálina það þegar Halldór Laxness hlaut verðlaunin árið 1955. Illugi hefur efnt til umræðna á Facebooksíðu sinni. „Eins og venjulega veðja ég á Bob Dylan, þótt Adonis eða Murakami séu öruggari kostir,“ segir Illugi. Og það er rétt hjá Illuga, samkvæmt stuðli hér er 1 á móti 50 að Dylan verði fyrir valinu að þessu sinni. Páll Valsson bókmenntafræðingur bendir á í athugasemd að það komi skýrt fram í fyrirmælum Alfreðs Nóbels að eitt þeirra atriða sem nefndin á að gera sé að vekja athygli á góðum bókmenntum. „Þess vegna fá þetta stundum höfundar sem eru lítt þekktir. Og þess vegna notar nefndin greinilega þau rök að tiltekinn höfundur sé það þekktur að hann þurfi ekki á þessum verðlaunum að halda - og mætti nota á Dylan þótt hann verðskuldi þau svo sannarlega sem einn áhrifamesti listamaður síðustu aldar," segir Páll sem spáir því að Joyce Carol Oates fái verðlaunin.Hér getur að líta greinargóðan lista yfir þá sem hreppt hafa Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í gegnum tíðina.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira