Íhlutaskortur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2013 10:15 Bandarískir bílaframleiðendur gætu átt í vandræðum með framleiðslu bíla sinna á næsta ári vegna íhlutaskorts í rafkerfi þeirra. Könnun sem gerð var á meðal framleiðenda íhluta í bíla í Bandaríkjunum bendir til að skortur gæti orðið á þeim á næsta ári ef spá um aukna sölu bíla þar rætist. Sérstaklega á þetta við um íhlutaframleiðendur í rafkerfum bíla, undirvagni og fjöðrunarbúnaði. Af 100 íhlutabirgjum ættu 28% þeirra í vandræðum með að framleiða uppí þessa spá og sú tala rís í 38% í tilfelli rafkerfaframleiðenda. Bíliðnaðurinn er því greinilega kominn að mörkum framleiðslugetunnar og ýmis ljón eru í veginum svo auka megi framleiðslugetu þeirra hratt. Staðan er misjöfn milli bandarísku framleiðendanna stóru, en Chrysler virðist standa verst að vígi, en 42% af birgjum þeirra segjast eiga í erfiðleikum með að mæta ætlaðri þörf. Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent
Könnun sem gerð var á meðal framleiðenda íhluta í bíla í Bandaríkjunum bendir til að skortur gæti orðið á þeim á næsta ári ef spá um aukna sölu bíla þar rætist. Sérstaklega á þetta við um íhlutaframleiðendur í rafkerfum bíla, undirvagni og fjöðrunarbúnaði. Af 100 íhlutabirgjum ættu 28% þeirra í vandræðum með að framleiða uppí þessa spá og sú tala rís í 38% í tilfelli rafkerfaframleiðenda. Bíliðnaðurinn er því greinilega kominn að mörkum framleiðslugetunnar og ýmis ljón eru í veginum svo auka megi framleiðslugetu þeirra hratt. Staðan er misjöfn milli bandarísku framleiðendanna stóru, en Chrysler virðist standa verst að vígi, en 42% af birgjum þeirra segjast eiga í erfiðleikum með að mæta ætlaðri þörf.
Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent